Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 54
i
asta mannameinið, og kvarta undan að þurfa að rífa
tennurnar úr fólkinu, í stað þess að fá þær viðgerðar.
Héraðslæknirinn í Síðuhéraði getur þess þó, að hann
sé farinn að gera við tannskemmdir með Harwardsem-
enti, og hafi góðan árangur af því. Margir leita hans
með börn sín til tannviðgerðar, og einstöku maður lætur
jafnvel eftirlíta tennur sínar einu sinni á ári, segir hér-
aðslæknirinn.
Fjörefnaskortur (avitaminosis). Tveir héraðslæknar
hafa orðið varir við beri-beri, sem orsakast af vöntun
B-efnis í matinn. Sjúklingarnir höfðu aðallega lifað á
hveitibrauði og kaffi, þótt í sveit væri. Sjúkdómurinn
gerði einkum vart við sig sem veiklun í hjartanu.
Sykursýki er mjög lítið getið, svo að ekki lítur út fyrir,
að margir sjúklingar hafi bætzt við þá, sem fyrir voru.
Héraðslæknirinn í Miðfjarðarhéraði getur um eina syk-
ursjúka stúlku, en Blönduóslæknirinn um annan sjúkl-
ing, sem reyndar er af útlendri sykursýkiætt. Insúlín-lyf-
ið heldur þessu fólki við sæmilega heilsu, sé það rétt
notað.
Héraðslæknirinn í Hafnarfirði segir: „Gigt, magaveiki
(gastritis) og tannskemmdir eru tíðustu sjúkdómarnir,
sérstaklega virðist mér gastritis (þ. e. a. s. slímhúðar-
bólga í maganum) aukast, þrátt fyrir náttúrulækningar
og öll vítamín. Satt að segja get ég hugsað mér, að allt
þetta hrat, kálgums og grasmeti geti orsakað gastritis“.
Margt ber fleira á góma í þessum kafla, en ekki verð-
ur það rakið nánar.
Kvillar skólabarna.
Mjög merkilegur kapítuli í skýrslunum; þær ná til
rúmlega 14 þúsund skólabarna. Sama ómyndin er uppi
á teningnum sem fyrr — lúsin er langalgengasti kvill-
inn, og er furða, hve íslendingar una samfélagi við þær
180
Heilbrigt líf