Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 55
skepnur. Rúmlega 2 þúsund börn voru lúsug í skólunum!
Og svo bætast við þau börn, sem eru innan við skóla-
skyldualdur. Títlurnar koma víða við. Næst er að geta
tannskemmda — talin 6758 börn utan Reykjavíkur. Því
miður vantar skýrslur um tannlækningar í barnaskólun-
um í Reykjavík. Ég tel það mjög óheppilegt, því að
þar mun vera unnið mikið starf af skólatannlæknunum,
og gæti það verið til uppörvunar öðrum skólum landsins.
í Austurbæjarskóla Reykjavíkur eru aðeins taldir sjón-
gallar hjá 29 börnum, en hjá 113 í Miðbæjarskólanum.
Er hér ekki eitthvað brenglað málum?
Héraðslæknunum verður langtíðræddast um lúsina og
tannskemmdirnar. Líka er drepið á mataræði, og kemst
héraðslæknirinn á Þingeyri m. a. svo að orði: „Þau börn,
er lifa við óbreytt sveitafæði, eru mjög laus við tann-
skemmdir, og’jafnvel þótt það sé af skornum skammti
og þá talið sultarfæði. Yfirleitt er algengt að sjá börn
frá efnaheimilum há og grönn, föl og lystarlaus, eins og
spíruð gluggablóm, en hin frá fátækari heimilunum þétt-
vaxin og hraustleg“. Þetta er athugandi lexía, og þess
verð, að manneldisráðið taki til athugunar. Skýringin
er væntanlega sú, að sveitabörnin í Þingeyrarhéraði fengu
nýmjólk úr fjósinu og nýtt smjör sem viðbit, en ekki
smjörlíki.
Héraðslæknirinn á ísafirði segir: „Tala skólabarna 509.
Alltaf sama ástandið. Ómögulegt að fá lækkaða tölu
lúsugu barnanna eða réttara sagt lúsugu heimilanna. Sér-
staklega er leikfimi illa þokkuð af lúsalausu heimilunum,
því að þar smitast börnin mest. Ráðgert var að fá tann-
lækni til að gera við tennur barnaskólabarna ísafjarðar,
en þegar til átti að taka, treystu ráðamenn bæjarins sér
ekki til að leggja út í þenna voðalega kostnað, sem áætl-
aður var ca. 1000 kr., og voru börnin því látin draslast
áfram með sínar skítugu og skemmdu tennur. Við at-
Heilbrigt líf
181