Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 57
Akureyri mjög' á þönum, og hefir farið 178 ferðir. Næðis-
samast er í Bíldudalshéraði. Þar hefir læknirinn verið
sóttur í 6 skipti út um sveitir læknishéraðsins.
Legudagafjöldi á sjúkrahúsum er 399.051, til uppjafn-
aðar 3,3 legudagar á hvern mann á landinu. Það er fróð-
legt að sjá af hvaða tilefni fólk leitar spítalanna. Flokk-
unin er á þessa leið:
Farsóttir........................... 4,6%
Kynsjúkdómár........................ 1,2%
Berklaveiki...................... 8,6 %
Sullaveiki....................... 0,3 %
Krabbamein og illkynjuð æxli . . . . 2,8%
Fæðingar, fósturlát o. þ. h.........11,5%
Slys................................ 7,3%
Aðrir sjúkdómar.........,...........63,7%
Það væri fróðlegt, að landlæknir sundurliðaði síðast-
talda hópinn nokkru nánar, því að vitanlega er mesta þörf
á fullkominni glöggvun á, hvað er uin að vera í sjúkra-
húsunum.
Út af aðsókn að læknum, lætur héraðslæknirinn í
Hafnarfirði þessa getið:
„Hér í Hafnarfirði hefir myndazt félagsskapur trúar-
ofstækismanna, sem neita að sækja lækni eða vera í
hinu lögskipaða sjúkrasamlagi. Þetta fólk segir, að guð
lækni sig og það þurfi ekki aðra lækna. Ég veit ekki, hvað
gera skal í slíkum tilfellum. Fólkið er sýnilega haldið trúar-
brjálsemi og virðist hafa glatað allri heilbrigðri dóm-
greind. Þetta hefir þó ekki orðið að meini ennþá, en, ef
skæð sótt kæmi í bæinn, gæti slíkt athæfi haft hættur í
för með sér“.
AugnlækningaferíSir.
Augnlæknarnir Kristján Sveinsson, Helgi Skúlason,
Heilbrigt líf 183
f