Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 60
Húsakynni og þrifna'Sur.
í þessum kafla kennir margra grasa. Sama umkvört-
unin um lús og fló á heimilunum, og vantandi náðhús.
Geta landsmenn veriS upplitsdjarfir meðan svona er
ástatt? Og svo er kláðinn í þokkabót. Vill heilbrigðis-
stjórnin ekki fá Rauða Krossinum fé milli handa og fela
honum að bæta þetta ófremdarástand ? Eða hefjast handa
á eigin spýtur.
í einu sældarlegasta sveitahéraði landsins — Borgar-
firði — segir héraðslæknirinn, að fólkið sætti sig við
flóna „eins og hvert annað mótlæti, sem ekki verður um
flúið“.
Um húsakynni ber margt á góma. í Reykjavík voru
1140 íbúðir í kjöllurum! Menn sækja ofan í jörðina.
Margar þeirra eru lélegar, og 51 talin óhæf til íbúðar.
Úr Axarfirði getur héraðslæknir þessa: „Fyrst eftir að
byggingaröld hófst hér, var oft ömurlegt um að litast
í hinum nýju húsum, er oft voru sjálf hálfköruð. Gaf að
líta í þessum húskynnum, er voru að sniði gjörólík hin-
um fyrri, skælda rúmstæðisræfla með úlfgráum þunnum
Gefjunnar-ábreiðum í bezta lagi, sligað borðskrifli, en
engan stól. Stóll var yfirhöfuð ekki til í neinni mynd, né
hafði verið á fjölda heimila, hvað þá legubekkur“. Hér
er dregin upp ömurleg mynd af heimilislífinu. En lækn-
irinn er samt ekki svartsýnn, og bætir við: „Síðustu ár
hefir útlitið innan húss, og utan reyndar líka, tekið mikl-
um breytingum. Lakast gengur með það, sem er sameign,
eins og læknisbústað, samkomuhús, kirkjur og grafreiti.
Líklega ér læknisbústaðurinn einna vanræktasta vistar-
vera héraðsins. Lítið má laglega fara, og víða um land
hefi ég séð sóðalega gerðar sáðsléttur og girðingar eftir
því. Þessi utanhússmenning hefir alltaf verið mikil hér.
Menn hafa gengið þokkalega frá“. Eftir lýsingu læknis-
186
Heilbrigt líf