Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 61
ins lítur út fyrir, að bóndinn geri frekar hreint fyrir
sínum dyrum, en húsfreyjan.
í þessum kafla drepur Miðfjarðarlæknirinn á eina
markverða nýjung sem sé ískofa til geymslu á nýjum
matvælum. Þarna hafa refirnir hjálpað mannfólkinu.
Það nýtur góðs af því að rebbi þolir ekki saltfisk, ,,og
hefir fólkið notað nýja fiskinn á þessum stöðum og líkað
ágætlega. Því miður eru ískofar allt of sjaldgæfir hér
um slóðir, jafnvel þótt hægt sé að koma þeim upp með
litlum tilkostnaði, en skilningur og áhugi fyrir þessu
þarf að vakna meðal bænda“. Það er ekki nein fantafæða,
sem refunum er boðin, eins og kemur líka fram hjá öðr-
um héraðslækni, er segir: ,,Eru kvikindi þessi stunduð
og alin á dýrindisfæðu, meira og með meiri nákvæmni
en sjúklingum hlotnazt í beztu sjúkrahúsum. Mér er
óhætt að fullyrða, að engum hér dytti í hug að gera það
fyrir barn sitt, sem honum þykir ekki fyrir að veita
refunum“.
FatnaíSur og matargerð.
Hér getur þeirrar merku nýjungar, að með bréfi dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins þ. 5. júní 1939 var stofnað
manneldisráð til rannsóknar á mataræði landsmanna. í
því eiga sæti: 1) landlæknir, forseti ráðsins, 2) kennar-
inn í heilbrigðisfræði við Háskólann, framkvæmdastjóri
þess, 3) forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans, 4)
berklayfirlæknirinn, 5) tryggingaryfirlæknirinn, 6) hag-
stofustjóri og 7) einn bankastjóri Landsbankans. —
Til yfirlits um mataræði þjóðarinnar voru 65 fjölskyldur
víðs vegar um landið fengnar til þess að vega og skrá
matinn ofan í heimilismenn í heilt ár, eftir læknisskoðun
á undan. Má búast við útkomu þessara athugana í næstu
heilbrigðisskýrslum.
Heilbrigt líf
187