Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 63
MeSfer'S ungbarna.
Ungbarnadauðinn, sem er mjög lítill, ber það með sér,
að mæðrum heppnast yfirleitt vel meðferð ungbarna,
enda segja skýrslurnar, að 87,8% hafði verið lögð á
brjóst (í Reykjavík 97,5%). Því miður er sá mikli van-
kantur á greinargerð Ijósmæðranna, að þess er ekki getið,
hve lengi börnin fengu móðurmjólkina. Og héraðslæknir
Norðfirðinga segir: „Flestar mæður hafa börnin á brjósti
í byrjun, en fáar nema nokkrar vikur. Grunsamlega marg-
ar bera það fyrir sig, að þær mjólki ekki“. Sami læknir
getur þess, að ýmsar ungar mæður leggi meiri trúnað á
kerlingabækur, en prentaðar leiðbeiningar um ungbarna-
meðferð. Það er því líklegt, að mæðurnar geti bætt sig
á ungbarnauppeldinu frá því, sem er.
Skólaeftirlit.
Hér er aðallega farið út í húsakynni skólanna, og þá
einkum drepið á það, sem aflaga fer. — Vatnssalerni
eru til afnota fyrir 63,7 % barnanna. Sums staðar er
ekkert salerni. Úr Þistilfirði: „Enn er ekki hægt að semja
svo skýrslu um skólaskoðanir, að þar komi ekki fram það
ófremdarástand, sem salernaleysið er hér og víst víðar.
Verður sennilega bið á endurbótum í því efni“. — Getið
er um lýsisgjafir víða í skólum, og umbætur og nýbygg-
ingar á skólahúsum, og er það allt til framfara. Þó verð-
ur manni að reka augun í það, sem héraðslæknirinn í
Ólafsfirði gefur upp um nokkrar Jierbergjastærðir í ný-
byggðum skóla í Hringverskoti: Kennaraherbergi 2x2,10
m., en vatnssalerni 0,82X1,20 m. •— ósköp borulega til
tekið, þar sem margir ganga um. Væntanlega er þetta
þó ákveðið á skrifstofu húsameistara ríkisins. — Frá
Norðfirði: „Skólarnir alveg óbreyttir að öðru en því, að
ihið stóra og dýra barnaskólahús kaupstaðarins gengur
Heilbrigt líf
189