Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 67
lega aðeins stiklað á því helzta, en fjölmörgum atriðum
alveg sleppt.
Ég leyfi mér að benda á, að skýrslurnar yrðu hand-
hægari í notkun, ef registur fylgdi, auk efnisyfirlitsins,
því að ýmis atriði, t. d. heilsufar skólabarna, berklaveiki
etc. er rætt víða í bókinni.
Fylgirit er að þessu sinni sérstök bók, „Skipun heil-
brigðismála á íslandi“ eftir Vilmund Jónsson, og er henn-
ar minnst á öðrum stað hér í tímaritinu. — Landlæknir
hefir mikinn sóma af þessari útgáfustarfsemi.
Svertingjar í Bandaríkjunum
í Bandaríkjunum eru 12 milljónir sverting-ja. Algeng-ir sjúk-
dómar eru miklu tíðari en hjá hvítum mönnum og dánartölur hærri
t. d. vegna berklaveiki. Samt fjölgar blökkumönnum, og eru 5 sinn-
um fleiri nú en fyrir einni öld.
Negraheimili eru yfirleitt í afskekktum og óþrifalegum bæjar-
hlutum.
Sjötti hver svertingi er ólæs og óskrifandi, enda er tiltölulega
litlu kostað til skólamenntunar þeirra, og laun kennara hér um bil
helming-i lægri en hvítra kennara.
Efnaleg afkoma er erfið, og hefir farið versnandi. Aður fyrr
unnu svertingjar sem matsveinar, rakarar, þjónar á heimilum og
veitingastöðum, og í byggingariðnaði, einkum í Suður-ríkjunum. Nú
hafa hvítir innflytjendur og keppinautar lcomið í þeirra stað. Og
vegna atvinnuleysis kreppuáranna, urðu negrar út undan við að
hreppa vinnu. En atvinnuleysi og glæpir fylgjast að, og þess vegna
eru margir dæmdir fyrir afbrot.
í 10 ríkjum í U. S. A. hafa svertingjar ekki kosningarrétt. í
15 ríkjum er þeim ætlað sérstakt pláss í almenningsvögnum, en
í 18 ríkjum eru þeir í sérstökum skólum, sem eru ófullkomnari,
en skólar hvítra manna.
Heilbrigt líf —■ 13
193