Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 68
Sigurjón Jónsson,
fyrrv. héraðsl.:
ÖRFÁ DÆMI UM GAMLA OG NYJA
HJÁTRÚ VARÐANDI LÆKNINGAR
Það ex* kunnara en frá þurfi að segja, hvílíkum fram-
förum læknisfræðin hefir tekið á síðari tímum, bæði um
þekkingu á sjúkdómum og greiningu þeirra, tálmun á
útbreiðslu þeirra — sóttvörn og heilsufræði í víðasta
skilningi og lækningu sumra þeirra, sem áður voru skæð-
astir allra og faraldrar voru að, stöðugt eða á nokkurra
ára eða áratuga fresti. Og þó að skrefin hafi verið einna
tíðust og stærst, það sem af er þessari öld, þá var skerf-
ur sá, er 19. öldin lagði til framfara læknisvísindanna,
engan veginn neitt smái'æði. Og án þess grundvallar, sem
þá var lagður í flestum greinum þeirra, hefðu flestar
framfarir síðustu áratuga verið óhugsandi. Þá var fyrst,
svo að heitið geti, farið að reisa musteri læknisfræðinn-
ar á grundvelli náttúruvísindanna, einkum efnafræði,
eðlisfræði og líffræði, enda var sá grundvöllur ekki orð-
inn nægilega ti'austur til þess fyrr. Þá vann hver ágætis-
maðurinn af öðrum kappsamlega að því að afla þekk-
ingar á líkama mannsins og störfum hans í heilbrigði og
sjúkleika. Þá var lögð undirstaða geislalækningá nútím-
ans, og þá varð sýklafræðin til. En hún hefir annars
vegar, ásamt uppgötvunum handhægra deyfilyfja, gert
mögulegar þær miklu framfarir, sem skurðlækningar
hafa tekið, hins vegar verið ómissandi grundvöllur þeirra
framfara, sem orðið hafa í því að greina smitandi sóttir,
koma í veg fyrir þær og lækna þær. Og, ef allt fer með
194
Heilbrigt líf