Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 70
2. Úr Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar (I. b.,
bls. 360):
„Anno 1706 um nóttina þess 20. Aprílis, sem var þriðju-
dagurinn seinastur í vetri, komu hér sunnanlands hræði-
legir jarðskjálftar um Árness- og Rangárvallasýslu.
Þessi jarðskjálfti (eftir margra meiningu) boðaði þá
miklu og mannskæðu bólu, sem hingað kom árið eftir,
anno 1707 . . .“
Alkunnugt er, að fjöldi sjúkdóma, einkum alls konar
taugaveiklun og geðbilun, var eignaður göldrum; þarf
ekki annað en að lesa .Píslarsögu séra Jóns Magnússonar
og um galdrahræðslu og galdramannaofsóknir séra Páls í
Selárdal, en hann var einn hinn lærðasti klerkur hér á
landi í sinni tíð.
Það hefir oft verið sagt, að hjátrúin stafi af vanþekk-
ingu á lögum náttúrunnar og hverfi sem dögg fyrir sólu,
þegar náttúrlegar og skiljanlegar orsakir finnast til fyrir-
bæranna. Þetta er að nokkru leyti rétt, en ekki nema að
nokkru leyti. Enginn trúir því nú, hefir a. m. k. ekki
hátt um það, að sjúkdómar stafi af göldrum, né að land-
skjálftar eða árskrímsli séu fyrirboðar sótta — ekki einu
sinni ormurinn í Lagarfljóti, þótt ekki sé ýkja langt
síðan hann átti að sjást síðast. En ennþá helzt við trú á
ýmislegt skottulækningakukl, þótt ekki sé jafn algeng og
áður var, og ýmis hindurvitni um lækningar og heilsu-
fræði. Hjátrúin hefir m. ö. o. hörfað úr mörgum sinna
fyrri vígstöðva, en hún hefir ekki gefizt upp, heldur
búið um sig á öðrum nýjum. Hún er nefnilega ekki ein-
göngu sprottin af vanþekkingu. Hún á sér líka djúpar
rætur í tilfinningalífi margra manna, skorti þeirra á
greind og heilbrigðri skynsemi, tilhneigingu þeirra til að
elta háværa öfgamenn hugsunarlaust, og stofna söfnuði
til sálufélags við sína líka. Hvað sem öllum vísindalegum
framförum líður, er engin hætta á, að þessi tegund manna
196
Heilbrigt líf