Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 72
að vísu kunnugt um, að þessi áróður var til og fleiri eða
færri ,,söfnuðir“, sem að honum unnu, en „röksemdir"
þær, sem hafðar voru á takteinum, voru mér lítt kunnar,
og þótti mér ekki ófróðlegt að kynnast þeim, því að „ekki
er öll vitleysan eins“. Mér hefir komið til hugar, að fleir-
um en mér muni þykja það fróðlegt að kynnast þessari
hreyfingu, og einhverjum kann það að verða til varnaðar
gegn því að gleypa við hvers konar öfgakenningum, sem
ónýtum rökum eru studdar, því að þarna eru fjarstæð-
urnar svo bersýnilegar, þótt engar athugasemdir fylgi,
að það er varla ætlandi neinum ógeggjuðum manni að
glæpast á að trúa þeim.
Hér kemur svo það, sem tekið er eftir bók Dr. Malms.
Er lagt út orðrétt úr henni það, sem þar er tekið upp úr
ritum bólusetningarandmælenda, en annars staðar er þýð-
ingin lausleg og efnið nokkuð dregið saman, en þó hvergi
brjálað, né neinu sleppt, er máli skiptir.
Einn af forkólfum bólusetningarmótmælenda, þýzkur
yfirkennari, H. Molinaar að nafni, gaf út bók 1912, „Impf-
geschutz und Impfgefahr“ (Vörn og hætta af bólusetning-
um), og setur þar fram þessi ákæruatriði gegn kúabólu-
setningunni:
„1. Kúabólan er hættulegt eitur.
2. Hún hefir að geyma verstu sýkla og sjúkdómsvalda.
S. Kúabólusetningin getur jafnvel valdið krabbameinum.
4. Hún hefir ótal sinnum valdið bráðum og langvinnum sjúkdóm-
um (t. d. sárasótt, stifkrampa, húðberklabólgu (lupus), berkla-
veiki, kirtlaveiki, krabbameinum, lömunum, bæklunum og lýtum)
og bráðum bana manna þúsundum saman.
5. Hún vekur ennfremur veikindi úr dái, og æsir þá sjúkdóma,
sem fyrir eru.
6. Kúabólueitrið getur ekki aðeins flutzt á aðra hluta likamans,
heldur og á aðra menn og bakað þeim blindu og bana.
7. Gin- og klaufnaveiki hefir jafnvel, hvað eftir annað, borizt
í menn með kúabólusetningu.
198
Heilbrigt líf