Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 75
Fremstur í flokki bólusetningarandmælenda í Noregi
var ljósmyndari nokkur í Haugasundi, Olvik að nafni, er
kallaði sig náttúrulækni. Hann gaf út bók, er hann nefndi
„Læknislyf náttúrunnar“, og er því haldið fram þar, að
bólusóttin sé að kenna lifnaðarháttum manna. Þegar frum-
varp um ný bólusetningarlög var lagt fyrir Stórþingið
1911, flutti Olvik „náttúrulæknir" erindi í Stafangri í
mótmælaskyni, réðist þar á læknana, neitaði því, að kúa-
bólan væri vörn gegn bólusótt og sagði, að hún ætti sök á
útbreiðslu sárasóttar, berklaveiki, augnveiki og kirtlaveiki.
Það væri bólusetningunum að kenna, hve tæringin væri
orðin algeng. Það væri gagnslaust að vera að halda uppi
berklavörnum, nema bólusetningar væru lagðar niður.
Skyldu-bólusetningar væru sama sem lögboðin manndráp,
og þær væru sú mesta ógæfa, sem mannkynið ætti við að
búa. Bólusóttarónæmi fengist einvörðungu með því að
ástunda náttúrlega lifnaðarhætti í öllum efnum, ekki með
bólusetningu.
Einstöku læknar hafa líka gerzt málaliðar í andbólu-
setningarhernum. Einn þeirra, Billinger, „heilbrigðisráð“,
sem bólusetningarféndur víða um lönd vitna mjög til,
lifði á því að ferðast um og flytja sama erindið í hverri
borginni á fætur annari eftir pöntun og fyrir borgun.
Jafnframt hafði hann viðtalstíma á eftir fyrir þá, sem
vildu fá læknisvottorð fyrir sig eða börn sín um undan-
þágu frá hinni lögskipuðu bólusetningu, vegna þessa sjúk-
dóms eða hins. Misbeiting hans á rétti lækna til að gefa
vottorð var svo augljós, að sums staðar neituðu heil-
brigðisnefndir að taka vottorð hans gild. Van Niessen
nokkur, dr. med., sem bólusetningarféndur vitna einatt
til, og segja, að sé frægur læknir, þóttist hafa uppgötvað
stafgeril (,,bacillu“), sem ylli sárasótt og líka væri í kúa-
bóluvessanum. Þar þóttist hann líka finna lekandasýkil-
Heilbrigt líj
201