Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 78
Orsakir til hægðaleysis eru svo fjölmargar, að ókleift
er að fara út í að telja þær hér, eða lýsa þeim, enda til-
gangslítið, því að yfirleitt er sjúklingunum sjálfum ekki
unnt að greina þær. Það verður að vera hlutverk lækn-
anna að leysa þá Gordons hnúta. Óheppileg og illa valin
fæða er vafalaust mjög algeng undirrót hægðaleysis, eins^
og fjölda annarra meltingarkvilla. Það er viðfangsefni,
sem nú á tímum er mjög rætt og rannsakað um allan heim,
hér á landi sem annars staðar.
Hægðaleysi er feikna algengt hérlendis, og tel ég illa
valið mataræði eiga þar fyrst og fremst sök að máli, þó
að mörgu sé þar um að kenna, ef fara ætti út í þá sálma.
Almenning hér á landi hefir skort, og skortir enn, þekk-
ingu og áhuga fyrir notkun alls konar nytjajurta og berja,
sem hér spretta, og blanda mætti fæðuna með til stórbóta
og þægilegrar tilbreytni. Garðrækt hefir að vísu færzt
mjög í aukana á undanförnum árum, en hún er þó algjör-
lega ófullnægjandi ennþá, til þess að fullnægja kröfum og
eftirspurn landsmanna. Af því leiðir svo, að verð þessara
afurða er óhóflega hátt. Og loks er aðeins örstuttur tími
ársins, sem grænmeti er fáanlegt, svo nokkru nemi. Garð-
ávextirnir verða því sú eina jurtafæða, sem fáanleg er
— af skornum skammti þó — allan veturinn. Mikill fjöldi
kaupstaðafólks hefir miklar kyrrsetur og fá tækifæri til
útivistar. Þessu fólki hættir einmitt mjög til hægðatregðu,
og þarf því nauðsynlega að neyta sem fjölbreyttastrar
jurtafæðu, sem er rík af trefjaefnum (,,cellulose“), til
þess að örva starfsemi meltingarfæranna. Þessum kröfum
fullnægja garðávextir ekki nema að litlu leyti, og þó er
nauðsynlegt að hafa káltegundir allt árið, til daglegrar
neyzlu, eða ávexti með svipuðum eiginleikum. Stjórnar-
völdin hafa hvatt til aukinnar garðræktar meðal lands-
manna á síðustu árum, og er það fagnaðarefni. Þjóðin
þarf þó að fá miklu almennari áhuga fyrir þessum málum
204
Heilbrigt lif