Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 79
en orðið er. Læknarnir þurfa að gefa góðar leiðbeiningar
um ræktun heilnæmra fæðutegunda, val þeirra og með-
ferð. Stjórnarvöldin þurfa að beita sér fyrir síaukinni
garðrækt og stuðla að því, að fundnar séu hagkvæmar og
einfaldar leiðir, til þess að geyma sem flestar grænmetis-
tegundir til vetrarins, svo að þjóðin geti neytt grænmetis
og garðávaxta allt árið. Æskilegast væri, að hvert heimili
ætti sinn eigin garð til ræktunar og gæti sjálft geymt af-
urðirnar vetrarlangt.
Heilbrigðisnefnd innan Þjóðabandalagsins samdi 1935-
1936 skýrslu um „Lífeðlisfræðilegan grundvöll næringar-
innar“. Þar er talið nauðsynlegt að blanda daglega fæðu
fólks á öllum aldri með grænmeti ásamt kartöflum og
öðrum garðávöxtum eða ávöxtum. Sömu'skoðunar er próf.
Skúli Guðjónsson, í fyrirlestri, serii hann flutti í danska
útvarpið haustið 1939. Brýndi hann mjög fyrir þjóðinni,
að hafa grænmeti í daglegu fæði, og notfæra sér ávextina
í sem ríkustum mæli, því að þeir væru líf- og heilsu-
gjafar, nauðsynlegir í viðurværi hvers einasta manns.
Eins og ég hefi tekið fram,, er hægðaleysi einkenni um
sjúkdóm. Til þess að bæta hægðaleysi, er fyrsta skilyrðið
að greina sjúkdóminn, sem veldur því, og grafast fyrir
um orsakir hans. Algild fyrirmæli um meðferð hægða-
leysis er því ekki hægt að gefa, og verður ekki reynt hér.
En hæfileg tilbreytni og val fæðutegundanna er eitt bezta
ráðið, til þess að forðast meltingarkvillana yfirleitt, og að
því ber vitanlega að stefna.
Hver sá, sem þjáist af langvarandi hægðaleysi, ætti að
finna hjá sér ríka hvöt til þess að láta leita uppi orsakir
þess, svo að hægt sé að ráða niðurlogum þessa leiða og ill-
víga sjúkdómseinkennis. Fólk verður að gera sér grein
fyrir því, að saurinn má ekki liggja óeðlilega lengi í þörm-
unum, því að það getur haft hinar verstu afleiðingar í för
með sér. Það leiðir meðal annars til þess, að þarmarnir
Heilbrigt líf
205