Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 81
hægðaleysi barna. í bæjunum kemur til greina eitt mikil-
vægt atriði, sem ég vil minnast á. Áður tíðkaðist það, að
börn gengju örna sinna í nánd við, þar sem þau voru að
leikjum, eða sem sagt, þar sem þau stóðu, og gátu þá
jafnvel fylgzt með athöfnum félaga sinna á meðan. Sem
betur fer, er þessi siður að hverfa úr sögunni, í bæjunum
að minnsta kosti, og verður vonandi aldrei innleiddur
framar, þó að hann hafi að líkindum haft þann kost í för
með sér, að börnin vanræktu síður þessa þýðingarmiklu
og merkilegu athöfn. En með aukinni menningu og þrifn-
aði í bæjunu’m, verða allra leiðir að liggja inn á vatnssal-
erni. Séu nú börnin að leikjum úti við, veldur þetta alvar-
legum truflunum á skemmtunum þeirra. Þau verða oft að
trítla um langa ganga, upp bratta stiga og gegnum margar
dyr, til þess að framkvæma eina af hinum eðlilegustu og
sjálfsögðustu athöfnum lífs síns.
Fyrir nokkrum árum kom kona nokkur til mín með
dóttur sína unga, sem haldin var alls konar ógerð, og hafði
ýmis óákveðin sjúkdómseinkenni. Ég spurði meðal annars
um hægðir hjá telpunni. Konan var hispurslaus, djörf, og
óhefluð í tali, og nefndi hlutina sínum óbreyttu nöfnum,
sem tæplega eru hafandi eftir. Kom upp úr kafinu, að hún
vissi ekki neitt um þetta. Ég fór að spyrjá barnið spjörun-
um úr, og eftir ýmsa vafninga kom það í ljós, að hún hélt
í sér hægðunum, oft dögum saman, af því að hún tímdi
ekki að hlaupa frá útileikjum sínum upp á efsta loft í
þriggja hæða húsi, til þess að komast á seturnar.
Þegar konan heyrði hverju fram fór, féll hún alveg í
stafi, og kvað það undarlegan fjanda, að krakkarnir gætu
nú ekki einu sinni lengur lokið sér af upp á eigin spýtur.
„í mínu ungdæmi gerðum við þetta bak við báta og út um
alla móa, og þurfti hýprki meðul né mannshjálp til“, raus-
aði konan. Þarna kom einmitt fram aðstöðumunur móður
og dóttur, sem réð úrslitum í þessu mikla velferðar- og
Heilbrigt líf 207