Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 82
vandamáli. En konan lét ekki standa við stóryrðin ein.
Hún kenndi dóttur sinni hina réttu hegðun, og telpan
breyttist á stuttum tíma úr heilsulausri óveru í hraustan
og fallegan ungling.
Takist börnum, sem ekki gefa sér tíma til hægða, að
yfirvinna hægðaþörfina, í stað þess að missa allt í bux-
urnar, er ógæfan vís. Eins og bent hefir verið á, leika
börnin þetta oft tímum saman, dag eftir dag. Taugasam-
böndin, sem stjórna hægðatilfinningunni, sljóvgast, ristill-
inn ofþenst, bólgnar og lamast. Líkami barnsins eitrast af
úrgangsefnum þeim, sem síast út í blóðið frá rotnuðum
og fúlum saurindum. Það verður lystarlaust, guggið, ergi-
legt, sljótt, latt og heimskt; áhugalaust um allt, sísyfjað
og drungalegt, kulsælt og geysinæmt fyrir öllum umferða-
sjúkdómum.
Þannig getur vanræksla foreldranna í þessum efnum
orðið upphaf að harmsögu um meira og minna heilsuleysi.
Hæfileikar, sem hefðu getað átt fyrir sér að þroskast,
verða foreldrunum til gleði og þjóðfélaginu til gagns, fara
forgörðum í sjúkdóma og eymd, allt fyrir einn vanræktan
lið í uppeldj barnsins.
Herkostnaður
Flugvélaverksiniðjan Douglas Santa Monica í Ameríku telur
heimsókn fríðrar konu kosta stofnunina $ 800, vegna þess, hve
það glepur ungu mennina frá vinnunni. Fræg kvikmyndaleikkona,
Susan Hayward, boðaði komu sína, en verksmiðjan afþakkaði, því
að forstjórunum taldist til, að vinnutöfin mundi væntanlega nema
$ 20.000, þegar svo glæsileg kona ætti í hlut.
(The Christian Science Monitor).
208
Heilbrigt líf