Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 83
LÆKNAÞING 1942
Aðalfundur Læknafélags Islands fór fram í Háskólan-
um 2.-4. júlí 1942. Þetta var 18. þing félagsins. Höfðu
læknar ekki verið boðaðir á aðalfund síðan í júní 1939.
Vegna ófriðarástandsins þótti varlegra, að læknar færu
ekki úr héruðum sínum, nema sem fæstir, og mun sú ráð-
stöfun — að fella niður læknaþing tvö fyrirfarandi ár —
hafa verið gerð meðfram skv. ósk heilbrigðisstjórnarinnar.
Alls sóttu 42 læknar fundinn. Tíu læknar höfðu látizt síð-
an 1939, og minntist forseti þeirra. 1. fundarstjóri var
kosinn Dr. G. Claessen, en 2. fundarstjóri Dr. Árni Árna-
son. Ritari Bjarni Jónsson, læknir.
Alls voru 19 mál á dagskrá, og nefndir kosnar í nokkur
þeirra. Hér skal minnst nokkurra dagskrárliða, sem ekki
eru hrein stéttarmál.
Formaður Læknafélags Reykjavíkur, Valtýr Alberts-
son, gerði grein fyrir breytingum á útgáfu Læknablciðs-
ins, en blaðið hefir frá öndverðu verið eign þess félags.
Það hefir nú ráðið launaðan aðalritstjóra, Ólaf Geirsson,
aðstoðarlækni á Vífilsstöðum. Farið var fram á, að Lækna-
blaðinu væri veittur útgáfustyrkur úr sjóði Læknafélags
íslands. Var samþykkt að heimila það.
Ýtarlegt álit var lagt fram frá nefnd, er gerði tillögur
um, eftir hvaða reglum skyldi farið- við veitingu héraðs-
læknaembætta. Verðleikum umsækjenda skipt í flokka, og
metin í stigatölu próf, framhaldsmenntun, starfsaldur og
sérstök afrek. Til síðasta liðsins telst t. d. óvenjulegur
Heilbrigt líf — lí
209