Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 86
Jafnframt var gert ráð fyrir, að læknar, sem taka föst
laun úr ríkissjóði, bæjarsjóðum eða hjá öðrum opinberum
stofnunum, skoðist sem sérstök deild í BancLalagi starfs-
manna ríkis og bæja (B.S.R.B.)-
1 stjórn Læknafélags íslands voru kosnir Magnús Pét-
ursson, forseti (endurkosinn), Páll Sigurðsson, ritari og
Óskar Einarsson, gjaldkeri.
Á Læknaþinginu voru flutt tvö læknisfræðileg erindi,
sem vöktu mikla athygli.
Bjarni Jónsson flutti fyrirlestur Uni snúna fætur (Pedes
equino-vari), en próf. Niels P. Duné/al flutti erindi, sem
hann nefndi: Er sullaveikin að hverfa á íslandi? Erindi
þessi munu vafalaust birtast í Læknablaðinu.
Próf. Dungal lýsti því, hve mjög sullaveiki hefði þorrið,
en færði þó sönnur á, að langt væri í land, þangað til henni
yrði útrýmt með þeim seinagangi, sem hér væri á sullvörn-
um. I sama streng tóku ýmsir aðrir, m. a. héraðslæknir úr
héraði, þar sem slátrað er árlega um 20 þús. fjár. En um-
gengni á blóðvelli er þar svo ábótavant, að hundar komast
í sollin innyfli, og hafði ekki tekizt að kippa þessu í lag,
þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir. — Nokkrir fleiri lækn-
ar ræddu málið.
Ýmisleg stéttarmál voru á dagskrá, en ekki verða þau
rakin hér.
G. Claessen.
Afskiptir karlmenn
Karlmenn í Kanada þykjast verða illa úti, því að, 1) þegar
þeir fæðast, eru móður þeirra færð blóm, 2) þegar þeir kvænast,
fær brúðurin gjafirnar, en 3) þegar þeir deyja, fær ekkjan líftrygg-
inguna. (Wom. Dig.).
212 Heilbrigt líf