Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 89
sem hann er notaSur í grauta eða sultu, en sykurinn dregur ekki
úr göllum hans, heldur þvert á móti.
Ég hefði haldið, að flestum læknum væri það ljóst, að sjúk-
dómar koma ekki yfir oss orsakalaust.Og það er eins með hrörnunar-
kvillana og hinar næmu sóttir, að þeim verður tæplega útrýmt
nema því aðeins, að orsakirnar verði á brott numdar. Sykursýki
verður ekki útrýmt — ekki einu sinni læknuð — með insúlín-
inngjöf, tannveiki ekki með tannviðgerð, botnlangaskurðirnir koma
ekki í veg fyrir botnlangabólgu, vegna þess að með þessum að-
gerðum eru orsakirnar látnar eiga sig. Menn geta dáðst að þessum
aðgerðum, en það er léleg huggun að því, þegar hjálpin er oftast
aðeins til bráðabirgða.
Nei, hér þýðir ekki það eitt að berja í brestina og telja allt gott.
Ég býst við, að fáir séu svo barnalegir, eða svo mettaðir af þekk-
ingargorgeir, að þeir séu ánægðir með heilsufar þjóðar vorrar.
Sjúkrahúsaþörfin vex stöðugt, ekki sízt taugasjúkra og sálsjúkra
manna. Hér er ekkei't undanfæri. Læknisfræðin verður að beita sér
fyrir útrýmingu hrörnunarsjúkdómanna ötullegar en hingað til,
alveg eins og hún hefir gengið vel fram í því að útrýma næmum
sjúkdómum, og það því fremur, sem sú viðleitni mundi létta mjög
starfið við baráttuna gegn hinum síðartöldu.
Náttúran sjálf, forsjón lífsins, stefnir að stöðugri framþróun.
Ýmsir hættir menningarþjóðanna, svo sem óheilnæmt fæði og eitur-
nautnir, hafa stöðvað þessa þróun. Meiri og bráðari vaxtarhæð
manna er eng-an veginn trygging' fyrir því, að vér séum á réttri
braut eða öruggt merki um aukinn líkamsþroska og heilbrigði.
Mikill vöxtur getur allt að einu verið vottur hrörnunar og úr-
kynjunar, eftir því sem líffræðingurinn A. Carrel heldur fram.
Nei, framfarirnar og fullkomin heilbrigði eru ekki fólg'nar í mikl-
um líkamsvexti. Það þarf annað og meira. Til þess að teljast full-
komlega heilbrigður, útheimtist meðal annars ónæmi gegn mörgum
sjúkdómum af völdum sýkla, geg-n hrörnunarkvillum, þar á meðal
krabbameini, mikinn taugastyrk og hugdirfð.
Það er ekki torskilið mál, að nieginorsökin til allmargra kvilla,
og sérstaklega hrörnunarkvilla og vöntunarkvilla, svo sem tann-
veiki, meltingar- og efnaskiptasjúkdóma, sé óheppilegt og ónátt-
úrlegt fæði um langan tíma. Þessu halda fram ýmsir lærðustu
menn heimsins, sem mesta reynslu hafa að baki. Það er m. ö. o.
brot á lögmáli því, sem lííinu er áskapað, sem veldur sjúkdómun-
um. Meðal hinna stærstu brota á þessu lögmáli er hin gifurlega
Heilbrigt líf
215