Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 102
„Ef heilbrig'ði landsmanna er metin því betri, því minni sem
manndauðinn er og meðalævin lcngri, því meira sem ávinnst í
baráttunni gegn hættulegum sjúkdómum, án þess að samsvarandi
aukning verði annarra þvilíkra sjúkdóma og því meiri líkams-
þroska sem kynstofninn nær og þróttur hans eykst — þá verður
ekki um það deilt, að almenn heilbrigði hefir aldrei, síðan greini-
legar sögur þessara mála hefjast, verið að öllu samanlögðu betri
en hinn síðasta áratug“.
Undir þetta munu allir geta tekið, sem talið verður, að séu
vitnisbærir um þetta efni.
Sigurjón Jónsson.
Frá Kína
Nýjasta bók hins alkunna kínverska rithöfundar Lin Yutang
ber nafnið: ,,A leaf in the storm“, og fjallar um ástand kínversku
þjóðarinnar eftir innrás Japana. Hann telur stríðið koma harðast
niður á kvenþjóðinni, sem flæmist frá heimilum sínum, missir fyr-
irvinnu sína og það, sem er sárast, er svívirt af japönskum her-
mönnum, sem jafnvel reka menn þeirra í gegn að heimilismönnum
ásjáandi. Kona, sem varð þannig ófrísk af völdum Japana, kallar
barn það, er hún gengur með, getið af djöflinum, enda fær það
ekki að halda lífi nema fáar vikur.
Heimur batnandi fer
— Hinir foi'nu Rómverjar notuðu sítrónusafa aðallega til þess
að eyða melflugu.
•—- A stjórnarárum Hinriks VIII. Bretakonungs (1491—1547)
var grænmeti skoðað eingöngu sem skepnufóður.
—■ A dögum Shakespeare’s gengu allir karlmenn vopnaðir.
— Fram að árinu 1820 voru menn settir í skuldafangelsi í
Bandaríkjunum, og lokaðir þar inni með verstu glæpamönnum.
— Sj.ómenn á amerískum hvalveiðaskipum voru kjöldregnir fyr-
ir yfirsjónir, fram á miðja 19. öld.
228
Heilbrigt líf