Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 111
2.50 víðast á sveitaheimilunum. Þó fór meðgjöf þar allmjög eftir
aldri og starfshæfni barnsins.
b. Finnskar baðstofur feng-u á árinu ötulan forvígismann, þar
sem er hinn nýi íþróttastjóri Þorsteinn Einarsson. Myndi nú mjög
góður skriður kominn á útbreiðslu þeirra, bæði rafofna og kola-
ofna, ef ekki hamlaði innflutningur á efni. Þar eð fjöldi af bað-
stofum eru í smíðum, en af nefndum ástæðum fáar fullgerðar,
þykir rétt að gefa ekki nánari skýrslu um þær þetta ár.
c. Heilsuverndarstöðin í Sandgerði.
Skýrsla um böðin fyrir árið 1941 birtist í síðustu skýrslu, því
að aðalfundur R. K. I. var eigi haldin fyrr en undir vertíðarlok,
en þai' eð aðalfundur er nú haldin mánuði fyrr og vertíð aðeins
rúmlega hálfnuð, er eigi hægt að birta neinar tölur. Þess skal þó
getið, að aldrei hefir baðsóknin verið betri í Sandgerði en það,
sem af er þessari vertíð, enda landlegudagar með meira móti. Af-
greidd voru 814 steypiböð og 300 finnsk.
3. Líknarstarfsemi:
a. Hjúkrunarstarfsemina í Sandgerði annast nú Laufey Halldórs-
dóttir, hjúkrunarkona. Legudagafjöldi 123; skiptast á 19 karla og
2 konur. Sjúklingavitjanir 332, hjúkrunaraðgerðir 1605. Kláða-
tilfelli 5.
b. Sjúkraflutningar:
1. Bifreiðar R. K. I. fluttu á árinu alls 1489 sjúklinga, þar af
145 utanbæjar. 31 slasaðir menn voru fluttir ókeypis. R. K. X.
hækka*ði flutningsgjald þann 1. júlí úr kr. 5.00 upp í kr. 8.50 á
sjúkling innan bæjar og tilsvarandi utan bæjar. Sjúkrabifreiðarn-
ar hafa oft þurft að fara á verkstæði til viðgerðar, enda ganga
þær nú mjög úr sér.
2. Sjúkrasleðar þeir, sem getið var um í síðustu skýrslu, hafa
litla reynslu gefið. Snjóleysið hefir séð fyrir því. Því má einnig
um kenna, að enginn sleðaúthlutun hefir farið fram í ár, þótt
skíðabörurnar séu til.
c. Sjúkrakassar voru víða endurnýjaðir á árinu og nýjum bætt
við á sumardvalarheimili barna.
4. Fræðslustarfsemi:
Bæði námskeið og forskóli hjúkrunarkvenna féllu niður á
árinu, þar eð stjórn Rauða Kross Islands féllst á beiðni land-
læknis dags. 6. marz 1941 um að gefa frk. Sigr. Bachmann lausa
til þess að veita Hjúkbunarkvennaskóla Islands á Landspítalanum
Heilbrigt líf
237