Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 112
forstöðu. Stjórn R. K. í. hélt frk. Sigr. Bachmann kveðjusamsæti
að Hótel Borg' daginn áður en hún hóf sitt nýja stárf, sem kennslu-
hjúkrunarkona í Landspítalanum, og þakkaði henni margra ára
vel unnið starf í þágu R. K. í. Er vandfundin jafn vel menntuð
Rauðakross-hjúkrunarkona, en ósk stjórnanda K. í. var sú, að
sá andi Raúða krossins, sem hún hefir tileinkað sér, mætti koma
fram í þeirri hjúkrunarkvennastétt, sem hún nú á að móta.
5. Útgáfustarfsemi:
a. Unga Island: Sjá Ungliðadeildir.
b. Heilbrigt Líf, ritstjóri dr. med. G. Claessen, yfirlæknir. Fyrsti
árgangur kom út í tveim heftum tvöföldum. Hlaut það góða dóma
og hefir fengið fjölda áskrifenda, einkum út um land. I sambandi
við öskudagssöfnunina í ár var gerð söluatrenna í Reykjavik og
bættust þá við yfir 200 nýir áskrifendur, en þó er Reykjavík enn
að miklu leyti óplægður akur í þessu tilliti. Ýmsar deildir R. K. í.
út um land hafa gengið mjög röggsamlega fram til þess að út-
breiða „Heilbrigt Líf“. Askrifendur eru nú komnir á 2. þúsund.
Prentun, pappírskostnaður og myndamót nam kr. 7.053.45. Askrifta-
gjöld og lausasala kr. 4.295.32. Gjöf frá Sigurjóni Péturssyni, Ala-
fossi kr. 300.00.
6. Fjárreiður R. K. í. 1941:
a. Utdráttur úr ársreikningi 191^1. Tekjur ársins voru kr. 45.-
825.47. í þeirri upphæð er styrkur frá ríkissjóði kr. 2000.00, ösku-
dagsmerkjasala kr. 13.210.81, heillaóskamerki kr. 1.253.50, mihning-
arspjöld kr. 373.50, gjafir og áheit kr. 2.166.85, (af gjöfunum eru
kr. 1.447.35 frá Sandgerði), ævigjöld 17 nýrra félaga kr. 1.700.00,
tillag frá Rauðakrossdeildum út á landi kr. 284.60.
Gjöld ársins voru kr. 35.648.75 að fyrningum meðtöldum, sem
eru kr. 1.806.11. Hreinar tekjur ársins voru kr. 10.186.74.
b. Merkjasála 19b2 fór fram á svipaðan hátt og síðastliðið ár.
Greinargjörð er ókomin úr 8 stöðum utan af landi, en 23 staðir
söfnuðu samtals kr. 8.548.62. í Reykjavik safnaðist kr. 16.180.60.
Unnu Ungliðadeildir R. K. I. í barnaskólunum mikið að því, þar
sem þær starfa undir persónulegri handleiðslu miðstjórnarmanna
U. R. K. í. En í Miðbæjarskólanum, þar sem engin ungliðadeild
er enn, sáu konurnar í miðstjórn ungliðadeildar um söfnunina af
sama dugnaði og áður. Varaform. Sig. Sigurðsson og di'. G. Claessen
238
Heilbrigt lif