Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 115
Á árinu voru starfandi alls 28 deildir með 747 börnum, og skipt-
ust á skóla þannig: Austurbæjarskólinn, Reykjavík, 13 deildir með
362 börnum, Laugarnesskólinn, Reykjavík, 6 deildir með 160 börn-
um, Skildinganesskóli, Reykjavík, 5 deildir með 120 börnum, Barna-
skóli Eskifjarðar, 3 deildir með 75 börnum, Barnaskóli Lýtings-
staða-skólahverfis, Skagafirði, 1 deild með 30 börnum.
U.R.K.Í. gaf út á árinu barna- og unglingablaðið „Unga ísland".
Framkvæmdarstjóri blaðsins var Arngrimur Kristjánsson, skóla-
stjóri. Ritstjórar: Stefán Jónsson, kennari, og Sigurður Helgason,
kennari. Afgreiðslu annaðist ungfrú Steinunn Snædal. Áskriftaverð
blaðsins var kr. 4,50 árgangurinn. Áskrifendafjöldi ca. 2000. Alls
komu út á árinu 10 arkir.
í ársbyrjun 1942 barst R.K.Í. sending frá ungliðadeildum Rauða
Kross Bandaríkjanna, 3000 bögglar með smáleikföngum og ýmsu
dóti til gagns og gamans fyrir börn. Ennfremur sælgæti í 10 þúsund
smábögglum. Hvort tveggja ætlað til jólagjafa, en sendingunni
hafði seinkað vegna stríðstálmana. U.R.K.Í. úthlutaði þessum send-
ingum til barna í Reykjavík, skólabama, barna á sjúkrahúsum og
barnaheimilum, og utan Reykjavikur á öllum þeim stöðum, þar sem
Rauða Kross deildir starfa. Framkvæmdanefnd ungliðadeildanna
sendi ungliðadeildum Bandaríkjanna þakkarávarp.
Reykjavík, 31. marz 1942.
F. h. stjórnar U.R.K.Í.
Sigurður Thorlacius.
Skýrsla Rauða Kross deildar Akraness árið 1941.
1. Stofnun félagsdeildarinnar:
Föstudaginn 16. maí þ. á. var fundur haldinn í Báruhúsinu á
Akranesi. Voru mættir þar form. R.K.Í. hr. læknir Gunnlaugur
Einarsson og Bjarni Jónsson, læknir. Fundarstjóri var kosinn Olafur
Finsen, fyrrv. héraðslæknir. Fyrir fundinn hafði verið gengið með
skjal um bæinn, til þess að safna meðlimum í væntanlega stofnun
R.K.d.AK., og höfðu þá um 90 manns, sem vænta mátti að yrðu
þátttakendur í stofnun deildarinnar, skráð nöfn sín á lista.
Fundurinn var því miður illa sóttur, sem stafaði bæði af ófull-
nægjandi fundarboðun og annríki almennings. Á fundinum talaði
Gunnl. læknir Einarsson. Rakti hann í stórum dráttum sögu R.K.
allt frá stofnun hans árið 1864, er fyrsti R.K. var stofnaður og
fyrsti alþjóðasáttmáli var gjörður i heiminum, og mesta mannúðar-
Heilbrigt líf — 16
241