Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 118
hefir ekki getað aðstoðað okkur í þessum efnum. Vonlaust er þó
ekki, að hjúkrunarkona bæjarins taki fáeinar stúlkur til kennslu,
ef við verður komið.
Loks hefir stjórnin gengizt fyrir því, að útvegað verði hingað
Carbogen lífgunaráhald, sem þykir nauðsynlegt tæki við lífgun
drukknaðra, og flýtir mjög fyrir lífguninni. Drukknunarslys hafa
því miður verið hér svo tíð, að okkur þótti eigi mega dragast leng-
ur, að slíkt áhald væri hér við hendina, ef framkvæma á lifgunar-
tilraunir. Hefir stjórnin með aðstoð R.K.Í. gjört pöntun á tæki frá
Ameríku, og mun væntanlegt hingað svo fljótt sem auðið er.
3. Heilsuverndarstarfsemi:
Stjórnin hefir haft til umræffu á fundi sínum þ. 27. febr. 1942,
að hve miklu leyti deildin geti orðið til aðstoðar við sumardvöl
barna í sveit. Varð samkomulag um að ræða málið aftur á aðal-
fundi 15. marz.
4. Fræðslufundur:
Samkv. 2. gr. laga deildarinnar gekkst stjórnin fyrir því, að
haldinn var hér fræðslufundur með öðrum skemmtiatriðum þann
16. nóv. A þeim fundi hélt dr. med. Arni Árnason, héraðslæknir,
fróðlegt erindi um tilgang og starf R.K., og hvatti menn til að
styðja félagið með því að gjörast meðlimir þess. Samkoma þessi
var mjög fjölsótt, sennilega einhver sú fjölmennasta, er hér hefir
verið haldin. Hreinn gróði af samkomu þessari varð kr. 1031,22.
5. FjárreiSur R.K.d.AK. 1941:
a) Útdr. úr ársreikningum 1941. Tekjur ársins voru kr. 2152,95.
í þessari upphæð er auk árstillaga og ævifélaga, samt. kr. 752,00,
kr. 348,50, sem er stofnfé frá R.K.Í. (ágóði af merkjasölu hér í
bænum undanfarin 2 ár), áheit kr. 16,75, ágóði af skemmtun
R.K.d.AK. kr. 1031,22, vextir kr. 4,48.
b) Merkjasölu annaðist eins og að undanförnu Svava Þorleifs-
dóttir, skólastjóri.
c) Félagar voru á árinu 102. Ævifélagar eru 6, auk Emilíu Þor-
steinsdóttur og Þórðar Ásmundssonar, útgerðannanns, er áður
voru. Á árinu bættust við: Ingunn Sveinsdóttir, frú, Sturlaugur
Haraldsson, útgerðarmaður, Svana G. Jóhannsdóttir, frú, og Ingunn
244
Heilbrigt líf