Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 123
lögum, sem Rauði Kross íslands hafði sett deildinni, og hlutu þessir
kosningu:
Guðmundur Karl Pétursson, spítalalæknir, formaður,
Stefán Árnason, framkvæmdarstjóri, varaformaður,
Snorri Sigfússon, skólastjóri, ritari,
Axel Kristjánsson, kaupmaður, gjaldkeri,
og meðstjórnendur:
Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir,
Jóhann Frímannsson, framkvæmdastjóri,
Baldvin Ryel, kaupmaður.
G. Karl Pétursson.
Yfirlit yfir störf stjórnar Rau'Sa Kross dcildar Vestmannaeyja 1941-
Fyrsta verk stjórnarinnar var að skrifa Rauða Krossi íslands í
Reykjavík og óska eftir viðurkenningu hinnar nýstofnuðu deildar.
Laugard. 17. maí lagði form. svo fram á stjórnarfundi bréf frá
R.K.I., dags. 4. apríl s. á., þar sem deildinni var veitt staðfesting
og viðurkennd sem fullgild deild í R.K.f. samkv. 4. gr. laga hans.
Jafnframt sendi R.K.Í. deildinni hér kr. 514,00 sem stofnfé, en það
var helmingur þeirrar fjárhæðar, sem safnazt hafði við merkjasölu
á öskudaginn bæði árin 1940 og 1941 til samans.
Þá gekkst stjómin fyrir því og fékk til leiðar komið, að ösku-
dagurinn yrði nú og framvegis helgaður R. K. deildinni hér til fjár-
söfnunar, bæði með merkjasölu og skemmtisamkomu í samkomu-
húsi Vestmannaeyja.
Þá valdi stjórnin útbreiðsluráð, þannig skipað : Frú Elísu Páls-
dóttur, frú Þórdísi Guðjónsdóttur, frú Höllu Friðriksdóttur ásamt
Stefáni Árnasyni, yfirlögregluþjóni, og var ráði þessu falið að
safna nýjum meðlimum í deildina.
Á fundi 11. des. var samþykkt að leggja kr. 500,00 til væntanl..
bæjarbaðstofu hér samkv. óskum íþróttafélaganna og með væntanh
samþykki aðalfundar.
Þá var, samkv. bréfi frá R.K.Í., gerð sú breyting á stjórn deildar-
innar hér, að í hana var bætt einum manni, hr. Stefáni Ámasyni, og
auk þess ákveðið, að varastjórnin skyldi teljast með í aðalstjórn,.
og aðalstjómin því verða skipuð sjö mönnum.
Að lokum valdi stjórnin sérstaka skemmtinefnd til þess að sjá
um fjársöfnun með skemmtisamkomu á öskudaginn og vísast til
væntanlegrar skýrslu hennar um framkvæmdir og árangur.
Ólafur Ó. Lárusson.
Heilbrigt líf
249