Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 7
O/afur Sveinsson:
Upphaf frjálsra íþrótta
á íslandi — II.
í Árbók frjálsíþróttamanna í fyrra var sagt frá tildrögum
og fyrstu byrjun kappleika og leikmóta í frjálsum íþróttum
hér á landi og endaði sú frásögn á fyrsta allsherjar-íþrótta-
móti, sem háð hefur verið hér á landi (Leikmót U.M.F.Í;
1911). Höfðu þá skapazt aðstæður — með byggingu íþrótta-
vallarins gamla — til að halda hér leikmót, þ. e. a. s. þol-
hlaup á hringbraut, þótt aðstæður í öðrum frjálsum iþróttum
hefðu eiginlega ekkert batnað; nýofaníborinn malarvöllur
var auðvitað sízt betri til stökka eða kasta en valllendis-tún
almennt eða Melarnir.
Næsta ár, 1912, voru Olympíuleikarnir háðir í Stokkhólmi
snennna sumars — hið eina sinn, sem leikarnir hafa verið
háðir á Norðurlöndum. íslendingar sendu þangað flokk fræk-
inna íþróttamanna, eins og skýrt var frá i Árbókinni í fyrra.
Meðal þeirra var einn þátttakandi í frjálsum íþróttum (100 m,
spretthlaupi) og var einnig skýrt frá frammistöðu hans á
leikunum. Var það mjög að vonum, að hann stæðist ekki
samkeppnina við hina þaulæfðu keppinauta sína, eins og raun
bar vitni. — En meðfram vegna þessarar þátttöku íslenzkra
(reykvískra) íþróttamanna i Olympíuleikunum fórst fyrir
að halda íþróttamót i Reykjavík þetta ár, þvi sumir þess-
ara manna — a. m. k. Sigurjón Pétursson og Jón Halldórsson
— fóru héðan að heiman um veturinn eða vorið og komu
ekki heim fyrr en síðla sumars. Hefur varla þótt gerlegt að
halda hér leikinót í fjarveru þeirra — þvi fátt var hér þá
æfðra raanna, eins og áð líkindum lætur — og hinsvegar of