Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 60
Erlendar fréttir 1943
Ari'ð 1943 var engan veginn viðburðalaust um íþróttir freni-
ur en annað.
Þrátt fyrir það eru mjög margir af beztu iþróttamönnum
heimsins í stríðinu, og því útilokaðir frá keppni að meira eða
minna leyti.
Þar sem bæði iþróttablöðin hafa birt erlend fréttaágrip.
mun verða stiklað á stóru i þessari grein, en til bragðbætis
birtist hér á eftir heildaryfirlit yfir 5 beztu menn heims-
ins í hverri íþróttagrein.
Ef við lítum yfir árangurinn erlendis og byrjum á 100 m.
hlaupinu, verður þar fyrst fyrir okkur gamall kunningi, Banda-
ríkjamaðurinn Harold Davis. Davis var ekkert lamb að leika
sér við í sumar fremur en endranær.
Tími hans, 10,3 sek., er frá meistaramótinu vestra. Enginn,
sem kunnugur er íþróttaferli Davis, verður hissa á því, þó
hann hlaupi á 10,3, en það merkilega var, að hann sat eftir
í holunum og náði því verra viðbragði en hinir. Hann áttaði
sig þó svo snemma, að hann gat náð þeim og unnið negrann
Herbert Thompson, sem varð .næstur.
í 200 m. á þessu sama móti gætti Davis sin betur með við-
bragðið, varð fyrstur af stað og kom í mark langfyrstur á 20,2
sek. eða % 0 sek. undir heimsmeti Owens. Eftir hlaupið kom
upp úr kafinu, að nokkur meðvindur hafði verið, nógu mikilí
til að afrekið yrði ekki staðfest sem heimsmet. Er það súrt
i broti fyrir Davis, sem er ekki einungis bezti núlifandi sprett-
hiaupari, heldur ef til vill sá bezíi sem uppi hefir verið, að
verða nr. 2 á afrekaskránni í 200 m. með „aðeins“ 20,9, sem
þó er jafnt Evrópumetinu. A undan honum er Charles Parker,
með 20,0 sek. Þessi Parker er ekki síður undra maður en
Davis, því hann er aðeins 10 ára, og óþekktur skóladrengur
suður í Texas. Ókunnugt er um tíma hans í 100 m., þVi hann
keppti ekki á meistaramótinu, sem er eiginlega eina stórmót-
ið vestra, þar sem sú vegalengd er hlaupin, annars alltaf
100 yards (91,438 m.), en þar á Parker sama tima og Davis
9,5 sek., sem er %0 lakara en heimsmetið. Af Evrópumönnum