Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 75
mannahöfn, þar sem vegalengdin var alls 15 kílómetrar og
keppendur 15 í hverri sveit. Úrslit urðu þau, að A.t.K. varð
fyrst á 41:31,8 mín. Önnur varð sveit K.I.F. á 42:40,2 og
þriðja sveit Spörtu á 42:40,0. Geir hljóp endasprettinn, sið-
ustu 1000 metrana í sveitinni sem vann. Tíminn samsvarar
2:46,0 mín. að meðaltali á hverja 1000 metra.
18. apríl tók Geir þátt í 1000 m. hlaupi og fékk tímann
2:50,0 mín. — 11. maí bætti hann þann tima mjög og hljóp
nú á 2:42,0 mín. Loks kórónaði hann verkið með })ví að
hlaupa 1000 metrana á 2:39,0 mín. þann 10. maí. Var það
siaðfest sem fyrsta íslenzka metið i 1000 m. hlaupi, og stend-
ur óhaggað enn þann dag í dag. Sá, sem komizt hefur næst
því, er Sigurgeir Ársælsson, Á., sem hljóp hezt á 2:40,1 mín.,
hér á vellinum 1941. 26. maí keppti Geir aftur í 1000 m., og
fékk þá 2:46,8 mín., og loks keppti hann 3. júní og fékk þá
2:48,2 mín.
29. maí tók Geir þátt i útbreiðslumóti á Stadion. Vann
hann þar 800 m. hlaupið i B-flokki á 2:04,7, en annar varð
L. Fruerlund á 2:06,0. í sama mánuði keppti Geir einnig
í 1500 m. hlaupi og náði tímanum 4:20,0 mín.
25. júní var Geir kominn í verulega góða æfingu, því þá
hljóp hann 800 m. á 2:01,3 mín., sem var 1,1 sek. undir isl.
metinu, sem hann átti sjálfur. Þótt merkilegt megi heita, var
vist aldrei sótt um staðfestingu á þessu afreki og stóð því
hitt metið — 2:02,4 mín. — sem ísl. met til ársins 1939, að
Sigurgeir Ársælsson bætti það í 2:02,2 min. Það er þvi ekki
fyrr en 10. sept. 1939, að Islendingur fer fyrst undir þessum
tíma Geirs, þ. e. Ólafur Guðmundsson, K.R., sem hleypur á
2:00,3 mín., og skömmu síðar, 1. okt., á 2:00,2 min., sem nú
er met.
26. júlí kom Geir aftur heim, eftir ársdvöl erlendis, en tók
þá til óspilltra málanna við það starf, sem hann hafði helg-
að sér sem lífsstarf, náttúrufræðina og kennsluna, og sagði
þá skilið við hlaupaíþróttina, a. m. k. í keppnisformi.
Björn Jónsson í Þýzkalandi 1930—33.
Árið 1930 fór Björn Jónsson utan til Þýzkalands um
miðjan desember og dvaldi þar um þriggja ára skeið, kom
71