Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 74
I Berlin var hann á (i vikna námskeiði á iþróttaskólanum
þar. Af námsfélögum hans þar má nefna einn frægasta sprett-
hlaupara Þýzkalands, Borchmeyer. Að námskeiðinu loknu fór
fram smápróf í hinum ýmsu greinum, og urðu þátttakend-
ur þá m. a. að hlaupa 100 metra og 5000 metra (gegnum Ber-
línarborg), kasta kringlu og stökkva langstökk. Garðar varð
þriðji í 100 m. hlaupinu (11,6), en Borchmeyer vitanlega fyrst-
ur. Kringlu kastaði hann 31—32 metra, stökk 5,78 í langstökki
og hljóp 5 km. á 19:23,0 min.!
Að námskeiði þessu loknu, fór Garðar á iþróttaskólann i
Ollerup og dvaldi þar i hálfan fimmta mánuð. Því næst hélt
hann til Máhneyjar og Ystad, og var þá undir hendi Ivreigs-
mans, hins fræga þjálfara Sviai.
A íþróttamóti, sem haldið var fyrir Bandariska íþróttamenn
i Málmey, varð Garðar annar í 10(| m. í B-flokki, á 11,6. Fyrst-
ur var kornungur Svíi á 11,4, en þriðji Erik Nevsten, sem
kom hingað til landsins með Sviunum 1937, á 11,7 sek. í
200 m. hlaupi (B-flokki) daginn eftir, varð Nevsten fyrstur
á 24,0 sek., en Garðar hætti við þátttöku. — í frjálsri keppni
félaga í Málmey kastaði Garðar kringlunni 36,60, sem er l’/í
m. lengra en hann náði bezt hér heima.
Garðar kom hingað heim til landsins aftur um miðjan ágúst,
eftir tæplega ársdvöl erlendis, og freistaðist þá til að keppa
enn einu sinni og varð tvöfaldur boðhlaupsmeistari. Að þvi
búnu gerðist hann iþróttakennari og þjálfari i frjálsum iþróttum.
Geir Gígja í Kaupmannahöfn 1930.
Sumarið 1929 sigldi Geir Gígja til Kaupmannahafnar, til
þess að fullnuma sig í náttúrufræðikennslu og smíðakennslu.
Með honum fóru bæði kona hans og börn, þeirra. Þrátt fyrir
mikið og erfitt starf gaf Geir sér tíma til að iðka sina; uppá-
haldsíþrótt, sem var hlaupaíþróttin. Tók hann þátt i boð-
hlaupum, víðavangshlaupum og brautarhlaupum, bæði i Dan-
mörku og í Svíþjóð, og var jafnan meðal hinna freinstu. Fylg-
ir hér á eftir stutt frásögn af helztu keppnum hans erlendis
um vorið og fyrri hluta sumars 1930.
22. maí 1930 tók Geir þátt í boðhlaupi umhverfis Kaup-
70