Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 89
voru alls 12 frá þessum skólum. Hlaupið fór fram 6.
apríl.
1931: 1. Oddgeir Sveinsson, I. 8:52,8. 2. Jón H. Vídalín, I.
9:30,0. 3. Hákon Jónsson, I. 9:32,0. Keppendur voru
aðeins sex og allir úr Iðnskólanum. Hlaupið var 6. april.
1932: 1. ólafm' Guðmundsson, I. 8:52,4. 2. Valgeir Pálsson,
R. 8:54,4. 3. Halldó'r Ólafsson, I. 8:59,5. Hlaupið fór
fram 3. april og voru keppendur 10 frá tveimur skól-
um, Iðnskólanum og Reykholtsskóla. Iðnskólinn vann
hlaupið með 10 stigum (1., 3. og 6.), og var það í þriðja
skipti í röð, sem sá skóli vann bikarinn, er um var
keppt, og því nú til fullrar eignar. Reykholtsskóli hlaut
11 stig (átti 2., 4. og 5. mann).
1933: 1. Sverrir Jóhannesson, I. 8:52,8 mín. 2. Halldór J.
Ólafsson, I. 8:54,3. 3. Sig. Guðmundsson, I. 9:46,4. Hlaup-
ið fór fram 9. apríl, voru keppendur 7 og allir frá Iðn-
skólanum. Keppt var nú i fyrsta skipti um nýjan bik-
ar, er gefinn var j stað þess, er Iðnskólinn vann ár-
ið áður.
1934: 1.—2. Sverrir Jóhannesson, I. 8:58,8. 1.—2. Oddgeir
Sveinsson, I. 8:58,8. 3. Einar S. Guðmundssön, I. 9:05,2.
Hlaupið fór fram 2. apríl í þetta skipti, og voru kepp-
endur 8 frá tveimur skólum, Iðnskólanum og Reyk-
holtsskóla. Lyktaði því þannig, að Iðnskólinn vann
bikarinn í annað skipti með 6 stigum (átti 1., 2. og 3.
mann). Reykholtsskólinn fékk 18 stig.
1935: 1. Einar S. Guðmundsson, I. 8:53,2. 2. Haraldur Matt-
híasson, M. 8:54,0. 3. Stefán Þ. Guðmundsson, M. 9:04,3.
Þetta var í síðasta skipti, sem Skólahlaupið fór fram
og 1. apríl, eins og 1. árið. Iveppendur voru nú aðeins
sex, frá Iðnskólanum og Menntaskólanum. Lauk svo, að
Iðnskólinn vann bikarinn til eignar, hlaut 10 stig (átti
1., 4. og 5. mann), en Menntaskólinn aðeins einu stigi
meira, eða 11 stig (átti 2., 3. og 6. mann).