Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 46
i kúluvarpi beggja handa, eitt í kringlukasti beggja handa,
ei_t í þrístökki án atrennu og 14 drengjamet.
SPRETTHLAUPIN. Enn hefur engum íslenzkum sprett-
hlaupara tekizt að hnekkja metum Sveins ingvarssonar á 100,
200 og 400 m., enda eru þau öll góð og því erfitt að fara
fram úr þeim, nenia þá helzt 400 m. Á síðastl. sumri kom þó
fram nýr maður, kornungur, Finnbjörn Þorvaldsson, Í.R., sem
virðist geta komizt langt. Framan af sumri var hann ósigrandi
í 100 m. Helztu keppinautar hans voru Oliver Síeinn, F.H. og
Brynjólfur Ingólfsson, K.R. Var Brynjólfur jafnbez'ur þessara
manna á 100—400 m., þótt hann tapaði alltaf fyrir Finnbirni á
100 m., og verður því að íeljast bezti spretthlaupari ársins
með beztan tíma á fjórum sprettvegalengdum og eitt íslenzkt
met. Brynjólfur tók miklum framförum á s.L sumri.
Á 100 m. eru þeir Finnbjörn, Oliver og Brynjólfur allir
með 11,4, sem er sami timi og Jóhann Bernhard, K.R. náði
1942 og var bezt þá. í fyrrasumar hóf Jóhann seint æfing-
ar vegna meiðsla frá sumrinu á undan og komst því síðla
í fulla þjálfun, en í innanfélagskeppni hljóp hann þó á 11,5.
KR-ingarnir Sverrir Emilsson og Sveinn Ingvarsson hafa bezt
11,6, og er tími Sveins frá innanfélagskeppni, en bæði hann
og Jóhann tóku lítt þátt i opinberum mótum s.l. sumar. Sveinn
hefur nokkur siðustu ár verið á góðri leið með að komast í
þjálfun, en þá alltaf orðið fyrir einhverjum óhöppum. Væri
það mikill ávinningur, ef þessi stilgóði og ágætasti sprett-
hlaupari landsins gæti aftur komizt í fulla þjálfun. Með 11,7
eru Sævar Magnússson, F.H. og Guttormur Þormar, Umf. Fljóts-
dæla, báðir kornungir menn. Guttormur er þó þegar kunnur
fyrir sín ágætu afrek á Drengjameistaramótinu 1942, en á
Ungmennafélagsmótinu í fyrrasumar var hann langbezti mað-
ur mótsins og vann öll spretlhlaupin. Og á Norðfjarðarmót-
inu sigraði hann beztu menn K.R. á 11,3, en þann tíma mun
ekki hægt að taka alvarlega vegna halla o. fl. Þó KR-ingarn-
ir væru þarna aðstæðum óvanir, sýnir þó sigur Guttorms, að
hann er einn af beztu spretthlaupurum þessa lands og tíminn
11,7 sýnir vissulega ekki fullan styrkleik hans. Flestir eru
spretthlauparar okkar kornungir menn, svo að vænta má góðs
42