Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 51
unnenda hín síðari ár. Síðan gömlu kapparnir Karl Sigur-
hansson, Gísli Albertsson, Sverrir Jóhannesson ög Jón Jóns-
son hættu, hafa ekki komið fram neinir nýir menn, sem hafa
verið færir mn að halda uppi merki þeirra eðá haldð tryggð
við þessar vegalengdir. Sigurgeir Arsælsson hefur að vísu
keppt þar nokkrum sinnum og þá sýnt, að hann er okkar
bezti maður þar, ef hann vill, en hingað til hefur* hann held-
ur viljað reyna sig á millivegalengdum. Árangur hefur því
verið Iélegur á þessuin vegalengdum tvö síðustu sumur, enda
hefur veðrið ekki leikið við okkur, sérstaklega á 5 og 10 km.
Iin nú er heldur að birta yfir þessuin vanræktu greinum, og
eru ungu mennirnir Ijósi punkturinn.
índriði Jónsson er með bezta tímann á 5 km., frá Meist-
aramótinu, en hann er ekki betri en 17:34,8, sem verður að
ieljast lélegt, þótt veður væri slæmt. Sigurgísli Sigurðsson, Í.R.,
er næstbeztur með 17:45,4 og þriðji Evert Magnússon, Á., með
17:51,4, hvorttveggja í óhagstæðu veðri. Fleiri eru ekki undir 18
min., og e-r það léleg útkoma. 1942 voru beztu tímarnir þó
heldur skárri, enda þótt veðrið væri líka slæmt þá, en samt
var heldur enginn það ár undir 17 mín., og aðeins þrír, eins
og nú, undir 18 min.
Á 10 km. var það þó enn svartara, því aðeins tveir menn
fengu tíma á þeirri vegalcngd í fyrrasumar. Voru það Indriði
ineð 36:19,8 og Steinar Þorfinnsson, Á. 39:09,4. 1942 voru þó
tveir menn undir 36 mín. (Sigurgeir beztur ineð 35:25,0) og
þrír undir 40.
Miklu bjartara er yfir 3 km. Þar hefur hinn ungi og efni-
Jegi hlaupari ÍR-inga, Óskar Jónsson, beztan árangur, 9:32,4.
sem er nýtt drengjamet, og er mjög sæmilegt afrek og jafn-
gildir 16:32,7 á 5 km. Tveir ungir menn eru næstir: Hörður
Hafliðason, 9:36,2 og Sigurgisli Sigurðsson 9:37,0, en Indriði
er 4. með 9:37,4. Naístir eru enn tveir drengir: Jóhannes
Jónsson, Í.R. 9:45 og Haraldur Björnsson, K.R. 9:47,8. Þá er
Þingeyingurinn Rafn Eiríksson með 9:54,0, frá Ungmenna-
félagsmótinu í sumar, og er það sjöundi og síðasti maðurinn
með tíma undir 10 mín. móti tveimur 1942, en 13 hafa tíma
undir 10:15, en sex 1942. Hér er því um ágæta framför að
ræða, og er vonandi, að þessir menn eigi á næstu árum eftir
47
4