Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 90
Afrel'smenn i frjálsum ípróttum II.
Guðjón Júlíusson.
Fyrsta sumardag
1921 varð ungur og
óþekktur sveitapiltur
fyrstur í Víðavangs-
hlaupi I.R., á bezta
tíma, sem náðst hafði
til þessa, 14:05,2 mín.
Þessi piltur hét Guð-
jón Júlíusson, fædd-
ur 17. okt. 1899 og
kom beint frá orfinu
ofan úr Mosfellssveit.
Umf. „Drengur" og
„Afturelding" unnu
hlaupið í annað sinn
og var það ekki sízt
Guðjóni að þakka.
Á Allsherjarmótinu
kom fyrst verulega í
Ijós, hvað í Guðjóni
bjó, því að hann varð
fyrstur í öllum löngu hlaupunum og setti ný, glæsileg met í
1500 m. (4:28,0) og 5000 m. (17:00,0). Þá varð hann einnig
fyrstur í 5 km. víðavangshlaupi (19:08,0).
Á iþróttamóti Kjósarsýslu að Eyri í Kjós (10. júlí) vann
Guðjón 2V-i km. víðavangshlaup á 7:42,5 mín.
Á Haustmóti Í.R. og Ármanns 27. ágúst keppti Guðjón á móti
Jóni Kaldal, sem var hér staddur i sumarleyfi sinu. Guðjón
var ekki vel fyrirkallaður í þetta sinn, enda beið hann ósig-
ur fyrir Kaldal, sem þá var danskur meistari á 5 km. Timi
Jóns var 16:20,0 mín. eða nýtt ísl. met, en tími Guðjóns 16:33,0.
Árið 1922 var mesta afreksár Guðjóns. Hann byrjaði með
að vinna Viðavangshlaupið á nýju glæsilegu meti, 13:19,2. Á