Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 45
Sigurður S. Ólafsson:
Rabb um árangurinn
1943.
Það er allerfitt verk að taka saman yfirlit um árangur i
frjálsum íþróttum, því að margt kemur þar til greina. Um
köst þarf að vera óhætt að treysta því, að áhöld hafi verið
af löglegri þyngd og gerð, og að vindur hafi elcki verið með
í spilinu eða kastað í halla, og hið sama er að segja um stökk.
Þó er enn fleira, sem getur haft áhrif í spretthlaupunum, svo
sem óvanir tímaverðir, of stutt braut, halli brautar, klútstart
o. fi. Ef ldukkur eru of fáar, eins og oft vill brenna, við, jafn-
vel hér í Reykjavík, þá er mjögi áríðandi, að markdómarar séu
starfi sínu vaxnir. Allt þetta þarf helzt að vita um við samn-
ingu svona yfirlits, en auðvitað er mér ekki kunnugt um að-
stæður á öllum mótum ársins og vona því, að ekki verði tekið
hart á því, ef fullkomlega ólöglegur árangur hefur slæðzt með.
Síðastl. sumar hefur verið litið um löglegan árangur i sumum
greinum, svo sem í 200 m. hlaupi, en þar þótti mér réttast
að taka með meistaramótsárangurinn, sem náðist i nokkuð
hvössu veðri, til að fá þolanlegan samanburð á beztu mönn-
unum. Einnig var oft ræst með klút'í 100 og 200 m. og rýrir
það nokkuð árangurinn í þeim greinum. Annars hef ég tek-
ið sem minnst með af vafasömum árangri og aðeins rætt
um hæfileika beztu mannanna í hverri grein.
Um íþróttirnar í heild má segja, að þótt sumar greinar
súu í sorglegri niðurlægingu, þá er þó árangur í flestum vel
við unandi og í sumum ágætur. Þó var aðeins sett met í einni
af klassisku greinunum og þau tvö, í stangarstökki. En auk
þess voru sett tvö hlaupamet, í 60 og 300 m. hlaupum, þrjú
41