Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 78
15. júlí keppti Ólafur á „Kammrats“ meistaramótinu i
Malmö með þessum úrslitum: 800 m.: 1. R. Johansson,
Gautaborg 2:00,8; 2. T. Lundholm, Hálsingborg 2:02,1; og
3. Ólafur Guðmundsson, Kristianstad 2:03,0. Um þetta leyti
var hann álitinn vera orðinn bezti milliveglengdahlaupari
Kristianstadsborgar, bæði hvað snerti stílfegurð og getu.
13. ágúst tók Ólafur þátt í keppni í Karlshamn, milli íþrótta-
félaganna Udd, Idrott, Landskrona og I.F.K. Ivristianstad.
Varð hann þriðji í 400 m. á 53,7 sek., sem var 1/10 sek. betri
tími en hann hafði náð hér heima, og sömuleiðis þriðji í
1000 boðhlaupi á 2:12,2. Viku síðar keppti hann á Meistara-
móti Kristianstadsborgar á Tollorpvellinum. Varð hann meist-
ari í 800 m. á 2:03,1, sem var nýtt héraðsmet. Fyrra metið
átti Folke Lilja, K.F.U.M., en hann varð núna annar á 2:04,9,
eri þriðji varð I. Friberg, K.F.U.M. á 2:07,9 mín. Ólafur varð
einnig einn af meisturunum í 4x100 m. boðhlaupi, á 47,5 sek.
— 10. sept. komst Ólafur loks í verulega harða keppni. Þá
fékk hann að hlaupa móti körlum eins og Lennart Nilsson,
sem var næstbezti 800 m.-hlaupari Svíþjóðar, og Flink, skánska
meistaranum. Hér varð Ólafur að vísu ekki framar en fjórði
af sjö, en tíminn, 2:00,3 mín., var langt undir ísl. metinu
(2:02,2). Úrslit hlaupsins voru annars þessi: 800 m.: 1. L.
Nilsson, Ó. 1:50,9; 2. K. E. Fridtjofsson, L. 1:59,6; 3. Börje
Flink, 2:00,2; 4. Ólafur 2:00,3 og 5. Tore Lundholm 2:00,4! —
17. sept. hélt meistaramót Kristianstadsborgar áfram, og varð
Ólafur þá meistari í 1500 m. á 4:23,4 mín., þrátt fyrir óhag-
stætt veður. Til samanburður má geta þess, að bezti tími
Ólafs hér heima var 4:30,5 mín. frá 1932. — 24. sept. keppti
Ólafur í 800 m. hlaupi á móti i Lundi og varð sá sjötti af
tiu á tímánum 2:01,4, eða í annað sinn undir ísl. metinu.
Tveim dögum síðar tók hann þátt í 200 m. á móti i Kristian-
stad og varð þriðji á 24,4 sek., eða 1/10 sek. betri en hann
náði bezt hér heima rétt áður en hann fór, 1937. 28. sept.
tók hann ennfremur þátt i 400 m. hlaupi á sama móti, og
og vann, á tímanum 53,6 sek., einnig persónulegt met. Næsti
maður var O. Ellborn, I.F.K., á sama tima.
Síðasta og bezta keppni Ólafs fór fram 1. október. Þann
dag hélt I.F.K. stórt íþróttamót, með 800 m. hlaup sem aðal-
74