Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 48
ustu ár, á 53,7. Gultormur Þormar er með 54,6 frá Norðfjarð-
armótinu, en Finnbjörn Þorvaldsson hefur sama tíma, sem
er nýtt dreng'jamet. Næstir eru Sævar Magnússon, F.H. 55,2,
Kjartan Jóhannsson, Í.R. 56,2, og voru þrír þeirra drengir.
Óskar Guðmundsson K.R. 55,3, Hörður Hafliðason, Á. 56,1 og
Næstbezti maðurinn 1942, Jóhann Rernhard (með 53,4) hljóp
aldrei upp á að fá tíma i fyrrasumar. Árangurinn í þessari
grein er ekki nógu góður, og er það kannske af því, að beztu
mennirnir eru svo fjölhæfir og því með í svo mörgu. En von-
andi tekur einhver þessa grein fyrir sérstaklega, og má þá
húast við betri árangri. — S.l. sumar voru aðeins 2 menn
undir 54 sek. móti þrem 1942, en fjórir voru bæði árin undir
55 sek., og 13 undir 58 sek. i fyrrasumar móti níu 1942.
í 60 m. hlaupi hefur Jóhann Bernhard sett nýtt met á 7,1
sek., og átti hann sjálfur gamla metið á 7,4. Oliver, Brynj-
ólfur og Finnbjörn hafa allir fengið 7,2 á þessari vegalengd
og er tími Finnbjarnar nýtt drengjamet. — í 80 m. hlaupi
hefur Finnbjörn sett nýtt drengjamet á 9,3 sek., sem er prýði-
legt afrek. Á þeirri vegalengd er ekki til neitt ísl. met, en
bezti árangur, sem vitað er um áður, er 9,3 sek., Jóhann Bern-
hard, K.R., 1938. — Þá hefur Brynjólfur Ingólfsson sett nýtt
met á 300 m. á 37,2 sek., en gamla metið átti Jóhann Bern-
hard síðan í fyrra á 37,8. Oliver Steinn fór einnig undir met-
inu, á 37,3 sek.
Brynjólfur Ingólfsson er þvi með bezta tíma ársins í 100,
200, 300 og 400 m. hlaupum og næstbezta í 60 m., og er það
meira en keppinautar hans hafa fengið áorkað. En auk þess
hefur hann næstbezta tíma ársins á 800 m., og sýnir það
mikla fjölhæfni.
MILLIVEGALENGDIR. Sigurgeir Ársælsson er enn okkar
snjallasti hlaupari á millivegalengdum, og líldega einnig í þol-
hlaupunum, en þar reyndi hann sig aldrei á síðastl. sumri.
Á 800 m. er bezti tími Sigurgeirs 2:05 mín., sem er tæpri
sekúndu lakara hjá honum en í fyrra. Þeir Brynjólfur Ing-
ólfsson, K.R., með 2:06,8 og Hörður Hafliðason, Á. með 2:07,1,
hafa verið Sigurgeiri þyngstir í skauti, en þó orðið að láta
í minni pokann, er á átti að herða. Hin nýja hlaupastjarna
44