Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 8
snemnit eða seint að lialda möt fyrir burtför eða eftir heim-
komu þeirra. Það skal að vísu játað, að það er tilgáta min,
að ástæðan til þess að leikmót var ekki háð hér 1912 hafi
verið þessi. En mér finnst hún mjög sennileg, þvi að í flokki
Olympíufaranna voru a. m. k. fjórir ágætir frjálsiþróttamenn,
og engan mátti vanta, er frjálsiþróttamót átti að halda, ef
þátttaka átti að heita sómasamleg. Og auðvitað varð sízt
komizt af án beztu mannanna.
Árið 1913 — það mikla vaétusumar — hélt íþróttafélag
Reykjavíkur leikmót 2. og 3. ágúst. Fór það vel fram og tókst
ágætlega. A því móti komu fram tvær nýjungar í frjáls-
íþróttum, er ekki höfðu þekkzt hér áður: Afturfærsla spjóts-
ins í atrennunni, og snúningur i kringlukasti. Báðar þessar
nýjungar stöfuðu frá þekkingu, er fengizt hafði við þátttöku
íslendinga á Olympiuleikunum árið áður. Voru það þeir
Magnús Tómasson (Kjaran) og Sigurjón Pétursson, er fluttu
þessar nýjungar hingað, hvor i sinni iþróttagrein. — Afrek
þátttakenda á mótinu voru þessi:
100 m.: 1. Kristinn Pétursson 13,0 sek. 2. Guðm. Ivr. Guð-
mundsson 13,4; 3. Jón Halldórsson og Jón Þorsteinsson 14,0.
800 m.: 1. Sigurjón Pétursson 2:15,5; 2. Magnús Tómasson
(Kjaran) 2:19,0; 3. Einar G. Waage 2:22,0.
1500 m.: 1. Magnús Tómasson 4:52,8; 2. Sigurjön Péturs-
son 4:55,0; 3. Helgi Tómasson (læknir og Skátahöfðingi; þá
unglingur) 5:06,0.
10.000 m.: 1. Guðmundur Jónsson 38:19,0; 2. Tömas Guð-
mundsson 45:00,0; 3. Magnús Tómasson (Kjaran).
4X100 m. boðhlaup: 1. II. flokkur Skáta 61,0; 2. I. flokkur
Skáta (!2,6.
Spjótkast: 1. Magnús Tómasson 33.62; 2. Karl Rydén 28.00;
3. Sigurjón Sigurðsson 26.30.
Kringlukast: 1. Sigurjón Pétnrsson 30.88; 2. Ólafur Sveins-
son 23.93; 3. Egill Guttormsson 23.29.
Kúluvarp: 1. Sigurjón Pétursson 9.53; 2. Guðmundur Ivr.
Guðmundsson 9.37; 3. Niljóhnius Ólafsson 8.47.
Stangarstökk: Benedikt G. Waage, Ólafur Sveinsson og
Tryggvi Magnússon, allir jafnir á 2.66.
Drengjahlaup (60 m.) undir 12 ára aldri: 1. Magnús Stef-
4