Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 69
Afrek Islendinga erlendis.
í síðustu árbók var getið um utanfarir ísl. íþróttamanna og
iþróttaflokka til keppni í nafni landsins og þau afrek, sem
íslendingar náðu í þeim utanförum.
í þessari grein mun hins vegar verða rætt um þá islenzka
íþróttamenn, sem dvalið hafa erlendis um lengri eða skemmri
tíma, gengið í erlend félög og keppt fyrir þau. Sökum erfið-
leika á útvegun áreiðanlegra heimilda, er hætt við að grein
þessi verði ekki eins ítarleg og æskilegt væri. En það loforð
skal gefið, að jafnóðum og fleiri og betri heimildir finnast
uin l)etta efni, munu þær birtar.
Jón J. Kaldal í Danmiirku 1918—1923.
Jón J. Kaldal fór utan til Kaupmannahafnar fyrsta sumardag
1918 til þess að leggja fyrir sig ljósmyndaiðn. Jafnhliða nám-
inu stundaði hann langhlaup af miklu kappi. Gerðist hann
félagi í A.l.Iv. og varð brátt einn af beztu mönnum þess fé-
lags. í síðustu árbók var rakin íþróttaferill Jóns Kaldals all-
ítarlega og verður því farið fljótlega yfir sögu hér í þessari
grein. Ivaldal keppti eins og kunnugt er í hlaupum) frá 3 km.
upp í 15 km. Einu sinni mun hann þó hafa tekið þátt í 1500
m. hlaupi, einungis til gamans, en það gaman var þó nokkuð
grátt, því hann vann hlaupið, sér og öðrum á óvart, þvi hann
hélt, að einn hringur væri eftir þegar hlaupinu lauk og kom
þvi óþreyttur í mark. Tíminn var eitthvað um 4:19,0 mín.,
sem er langt frá þvi að samsvara getu Kaldals í 3 og 5 km.,
enda vill hann lítið um þetta eina 1500 m. hlaup sitt tala. í
3 og 5 km var Kaldal stöðugt að bæta ísl. metið, þar til hann
endaði með 9:01,5 mín. í 3 km. og 15:23,0 mín. i 5 km., sem
enn í dag standa sem ein af beztu metum okkar. Því miður
tók Kaldal aðeins einu sinni þátt í 10 km. á hringbraut, hljóp
þá annars oft á víðavangi. En i þetta eina skipti vildi svo
óheppilega til, að einn keppinautur hans steig af honum skó-
inn, svo Kaldal varð að hætta hlaupinu. Er óhætt að reikna
með því að hann ætti annars ísl. metið á 10 km. enn þann dag
í dag, því bezti tími hans á víðavangi var 32:27,0 mín., eða
\y~2 uiín. undir núgildandi meti.