Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 64
Sænskur nieistari í maraþonhlaupi varð Lapplendingur, Olle
Larsson, á 2 kl. 32:10,8 mín. Bandaríkjameistari í þeirri grein
varð Kanadamaðurinn Gerhard Cote á 2 klst. 38:35,3 mín.
f göngu eiga Svíarnir enn einn afreksmanninn, sem ekki er
síðri á sínu sviði, en Hagg og Andersson. Er það "VVerner Hard-
mo, sem setti 7 heimsmet í sumar. Af þeim má nefna 20:31,6
mín. í 5 km. og 42:47,8 mín. í 10 km.
Grindahlaupið er sú grein, sem Bandaríkjamenn hafa haft
mesta yfirburði í yfir aðrar þjóðir. Enda fer nú sem fyrr, að
Svíinn Lidman er sá eini, sem kemst nærri þeim.
í 400 m. grindahlaupi eru Evrópumenn framar, enda er það
minna iðkað í Bandaríkjunum. Þar er fremur hlaupið 200
m. grindahlaup með lágum grindum. Beztur er þar Dillard
á 22,8 sek., sem víða þætti gott í grindalausu hlaupi. Óhætt
mun þó að segja, að þekktasti grindahlaupari vestra sé Bill
Gummins, sem varð Bandaríkjameistari bæði i 110 og 200
m. grindahl. í sumar, sem leið. — Lidman hljóp 200 m. grinda-
hlaup á 24,0, en annars sjaldan keppt í því í Svíþjóð.
Ef við lítum nú á stökk-afrekin, er það áberandi, hve sterk-
ir Bandaríkjamenn eru þar, að þrístökki undanskildu. —
Beztu Evrópumenn i hástökki eru Þjóðverjinn Nacke og Finn-
inn Nicklén með 1,98 m., en ýmsir eru með 1,95—1,97 m. —
Eins og sjá má af skránni er bezti langstökksárangur í ár
ekki meira en 7,60 m. Er það talsvert styttra en oft áður,: enda
er nú mjög farið að bera á því í Bandaríkjunum, að íþrótta-
árangur sé lakari en áður, vegna þess, hve margir beztu þar-
lendra iþróttamanna eru komnir á vígvellina. — í stangar-
stökki hefur Cornelius Warmerdam ótrúlega yfirburði. Amer-
ískt iþróttablað birti nýlega skrá yfir öll þau stökk, sem
hann hafði stokkið yfir 15 fet (4,57 m.), en þeirri hæð hef-
ir enginn annar náð. Voru þau stökk 42 talsins. Þótt hann
hafi ekki bætt utanhússmet i ár, má geta þess, að hann stökk
í Chicago 20. marz 1943 á innanhússmóti 4,79, sem er 2 cm.
betra en utanhússmetið. Annars er "YVarmerdam nú í sjóliði
Bandaríkjanna.
Um köstin er það að segja, að árangur er þar ágætur.
Kringlukast Cannons er aðeins nokkrum centimetrum styttra
en heimsmetið. Tveir menn með sleggju yfir 58 %, 5 með
60