Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 72
Jón J. Kaldal. Garðar S. Gíslason.
(ca. 24,3), 440 yards og langstökki. en varð þriðji í þrístökki
og spjótkasti. í frjálsri forskotskeppniá 100 yards, varð Garð-
ar annari í riðli með 1 yard i forgjöf, móti hinum ágœta
spretthlaupara Laurie Gohen, sem vann á 9,9 sek., en Garðar
var liðlega meter á eftir.
Eins og áður er sagt, hlaut Garðar flest einstaklingsstig,
14 alls. Næstur varð Rögnvaldur Pétursson með 11 stig, og
þriðji 0. J. Þorgilson með 10 stig.
Þann 25. ágúst fór fram meistaramót fullorðinna í Winni-
peg í Sargent Park. Garðar tók þátt i mótinu, þó hann væri
unglingur og stóð sig prýðilega. Varð 3. í 100 yards (10,1)
og 220 yards (23,7), en 4. i langstökki (6,17). 1 4x110 yards
boðhlaupi hljóp hann næstsíðasta sprettinn fyrir félag sitt,
W. A. A.) sem vann á 46,3 sek. . 4
Síðari hluta ágústmánaðar tók Garðar þátt í íþróttamóti
á Scotish Day í Polo Park, en þar er hringbrautin 880 yards
68