Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 53
höfðu 1942, og tími Ármanns gerir aðeins 56 sek. á mann.
I sveit Ármanns voru: Árni Kjartansson, Baldur Möller, Hörð-
ur Hafliðason og Sigurgeir Ársælsson.
I 1000 m. boðhlaupi náðist örlitlu betri timi en árið áður.
Ármann og K.R. höfðu bæði 2:09,0 og drengjasveit Í.R. 2:13,0,
sem er drengjamet. — í fyrra var aðeins ein sveit undir
2:10, en metið er gott: 2:05,4.
Boðhlaupunum er hér ekki nægilegur sómi sýndur, bæði
sjaldan keppt í þeim og æfingar á skiptingum vanræktar.
Boðhlaup eru svo skemmtileg, að þau þyrfti að hafa oftar,
t. d. taka þau inn á knattspyrnukappleikina í hálfleik, og
rnundi þá fljótt fást í þeim sæmilegur árangur. Á því mundu
allir hagnast.
STÖKKIN. Um þau má yfirleitt segja, að þar er um nokkra
framför að ræða, eftir langa kyrrstöðu. Sigurður Sigurðsson
írá Vestmannaeyjum, sem. enn á þrjú stökkmet, hefur nú hætt
keppni, en hann var lengi einvaldur i sínum greinum og fældi
það marga af ungu mönnunmn frá. En nú eru komnir á vett-
vang nýir menn, sem hafa þegar eflzt svo mjög, að sum met
Sigurðar eru í hættu. Þrístökksmetið er að vísu enn langt
undan, en hástökksmetið, sem í rauninni er mildu betra, er
hættu fyrir tveimur mönnum, og langstökksmetið er engan
veginn öruggt. Mætti vel segja mér, að hástökks- og lang-
stökksmetin féllu á þessu ári, og einnig má búast við að stang-
arstökksmetið bætist eitthvað.
í hástökki er um örugga og ágæta framför að ræða. Höfuð
og herðar yfir aðra hástölckvara þessa lands bera þeir Oli-
ver Steinn, F.H., með 1,82 og Skúli Guðmundsson, K.R. með
1,80. Þeir eiga, þó eflaust eftir að bæta sig enn i þessari grein,
sérstaklega Skúli, sem var á góðum vegi síðastliðið sumar, er
hann veiktist. Sigurður Norðdahl, Á. og Kristleifur Jóhannes-
son, Borgarfirði, eru næstir með 1,70. Sigurður fer varla mikið
hærra en þetta. Aftur á móti er Kristleifur kornungur, en hef-
ur leiðinlega stiikkaðférð (dýfustíl). Þá hefur Guðm. Ágústs-
son, Vöku, stokkið 1,69 og Magnús Kristjánsson, Selfossi 1,67,
og er það hvorttveggja unnið á sveitamótum. Heill hópur er
þeim litlu síðri með 1,65, margir kornungir menn, og útlitið er
49
L