Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 71
áður en hann sigldi. Vann hann þar sinn fyrsta sigur í 100
ni. hlaupi.
A skólamótinu 1923 tók Garðar þátt í 100 og 200 yards
spretthlaupum og varð annar í því fyrra, en þriðji í hinu.
Því miður eru tímarnir ekki fyrir hendi, að svo stöddu. 1924
hafði Garðar lokið námi og var nú byrjaður að vinna á skrif-
stofu. Fór hann nú að leggja aðaláherluna á frjálsu íþrótt-
irnar, enda kom það brátt i ljós, að hann var fæddur sprett-
hlaupari og það ekki af verri endanum. Þetta sumar tók
Garðar þátt í hinni árlegu íþróttakeppni á íslendingadegin-
um og varð þar annar í 3 greinum: 100 yards (ca. 10,9), 220
yards (ca. 25,7) og 440 yards (ca. 61,0), en þriðji í lang-
stökki og kringlukasti. Þetta sama ár keppti hann einnig á
innanfélagsmóti félags síns, en það hét Winnipeg Athletic
Association (W.A.A.).
1925 varð Garðar íþróttameistari unglinga i Manitoba á
Allsherjarmóti fylkisins fyrir unglinga, sem haldið var 11.
júlí i Sargent Park. Frammistaða hans var ágæt. Hann vann
3 íþróttagreinar, 220 yards (25,0), 440 yards (58,0) og lang-
stökk (5,94), en varð annar í kringlukasti. Auk þess hljóp
hann síðasta sprettinn í 4x110 yards boðhlaupi, sem vannst.
100 yards hlaupið hefði hann eflaust unnið líka, ef hann
hefði ekki verið svo óheppinn, að sitja kyr eftir í holun-
um í fyrstu undanrásinni. Á þessu sama móti kepptu tveir
aðrir íslendingar, eða réttara sagt Vestur-íslendingar: þeir
Hannes Pétursson, sem var fyrstur i þrístökki og þriðji í
hástökki og kringlukasti, og Rögnvaldur Péturssön, sem hafði
verið íþróttameistari ísiendinga frá Islendingadeginum árið
áður. Garðar hlaut forkunnar fagran bikar að launum fyrir
sigur sinn á mótinu.
Skömmu eftir Allsherjarmótið tók Garðar þátt i innan-
bæjarmóti i Sargent Park í Winnipeg. Varð hann fyrstur
i 100 yards og langstökki og stökk þá um 20% fet (6.25).
Á íslendingadeginum, 3. ágúst, í Winnipeg, var keppt um
tvo verðlaunagripi, Hansons-bikarinn og heljarstóran verð-
luunaskjöld, og vann Garðar ])á báða og hlaut titilinn íþrótta-
meistari íslendinga í Winnipeg (Manitoba) 1925. Alls sigraði
Garðar í 4 íþróttagreinum; 100 yards (ca. 10,2), 220 yards
67