Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 93
Minninoarorð nni tvn Iátna íþróttamenn:
Anton B. Björnsson, íþróttakennari
var fæddur 6. júní 1921 og
var því aðeins 22ja ára, er
hann fórs.t svo sviplega með
vélbátnum Hilmi aðfaranótt
26. nóv. s.l. Hann var þá á
leið vestur á Snæfellsnes, í
erindum íþróttasambands
íslands.
Fráfall Antons kom mjög
á óvart og mun hann harm-
dauði öllum, sem þekktu
hann. Hann var sonur Björns
Jónssonar frá Ananaustum
og konu hans, Önnu Páls-
dóttur. Anton var bakari að
iðn, en hafði nýlega horfið
frá því starfi og gengið á Iþróttaskólann á Laugarvatni. Það-
an útskrifaðist hann sem íþróttakennari vorið 1943 og var ein-
mitt að hefja fraintíðarstarf sitt, íþróttakennsluna, sem kunn-
ugir treystu honum manna bezt til, er dauðann bar svo brátt að.
Anton var einn fjölhæfasti íþróttamaður landsins og senni-
k-ga okkar bezti fimleikamaður. Frjálsar íþróttir æfði hann
af sama kappi og fimleikana. Munu fáir hafa haft jafn alhliða
kunnáttu og getu á því sviði og hann. Hann byrjaði að keppa
14 ára og vantaði síðan varla á nokkurt mót í Reykjavik.
Á drengjamótunum fékk hann venjulega flest einstaklings-
stig og í keppni meðal fullorðinna var hann einnig i fremstu
röð. Anton var svo jafnvígur á frjálsar íþróttir, að sama var
hvort hanii þreytti þolhlaup eða spretthlaup, stökk eða kast-
aði, alit fór honum svo vel úr hendi, að til fyrirmyndar var.
Þegar menn hafa mjög margar greinar í takinu i einu, er
hætt við að árangur verði hvergi mjög góður i einstakri
grein. Hjá Antoni varð annað uppi á teningnum og má því
til sönnunar nefna beztu árangra hans í hinum ýmsu grein-
89