Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 97
yfir, aS hann sæi sér eigi fært að gegna formannsstörfum
áfrain. Þakkaði hann ráðsfulltrúum ágæta samvinnu, en þeir
þökkuðu Stefáni formannsstarfið, ásamt öðrum fundarmönn-
um, með því að rísa úr sætum. Formaður var kosinn Sig-
urður S. Ólafsson með öllum greiddum atkvæðum. Að lok-
inni formannskosningu hófust umræður um ýmis áhugamál
íþróttamanna og voru margar tillögur samþykktar. Þinginu
lauk skönnnu fyrir miðnætti. Hið nýja íþróttaráð er skipað
þessum mönnum: Sigurður S. Ólafsson formaður, Jóhann
Bernhard varaformaður, Guðmundur Sigurjónsson gjaldkeri,
Sigurpáll Jónsson bréfritari og Guðmundur Sveinsson fund-
arritari. \
Islenzku metin í stigum.
Hér hirtist tafla, er sýnir stigagildi íslenzku metanna, eins
og þau voru 1. janúar 1944:
Röð Stig Grein Afrek Röð Stig Grein Afrek
1. 899 Kúla 14,79 13. 757 Spjót 58,78
2. 875 5000 m. 15:23,0 757 I.angstökk 6,82
3. 872 100 m. 10,9 15. 745 200 m. 23,1
4. 846 Hástökk 1,85 16. 735 400 m. 52,6
5. 826 3000 m. 9:01,5 17. 716 300 m. 37,2
6. 817 Kringla 43,46 18. 715 10 km. 34:06,1
7. 811 Sleggja 46,57 19. 704 langst. án 3,03
8. 798 1500 m. 4:11,0 704 Stöng 3,53
9. 793 800 m. 2:00,2 21. 683 Þríst. án 9,13
10. 786 60 m. 7,1 22. 660 hást. án 1,42
11. 784 Þrístökk 14,00 23. 651 110 m. gr. 17,0
12. 758 1000 m. 2:39,0
Geta má þess, að bezti árangur í 80 m. hiaupi — 9,3 sek. —
gefur 756 stig. Hafa tveir menn náð þeim tíma, Jóhann Bern-
hard, K.R. 1938 og Finnbjörn Þorvaldsson, Í.R. 1943 og er
tími hans drengjamet.
93