Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 80
í 1000 m. hlaupi, en því miður hefur ekki tekizt að finna
timana.
Benedikt Jakobsson, nú íþróttaráðunautur Reykjavíkur-
hæjar, tók þátt í skólamótum í frjálsum iþróttum í Stokk-
hólmi vorið 1930 og 1931. Náði hann eftirfarandi árangri síð-
ara árið: 100 m. 11,8 sek.; 400 m. 56,1 sek.: 10.000 m. 3614
mín.; hástökk 1,60 m.; langstökk 5,85 m.; stangarstökk 2,70 m.;
kúluvarp 11,00 m.; kringlukast 33,00 m. og spjótkast 40,00 m.
Þetta skólamót var haldið í sambandi við burtfararpróf
skólans.
Ásgeir Einarsson, nú dýralæknir, dvaldi tvívegis erlendis
við nám og æfði þá bæði frjálsar íþróttir og róður. í síðara
skiptið, 1932, keppti hann á móti i Vínarborg og kastaði þá
spjótinu 51,04 m., en árið áður hafði hann sett ísl. met hér
heima meo 52,41 m. og verið þar með fyrstur Islendinga
yfir 50 metra.
Ingvar Ólafsson, málarameistari og findeikakennari, fór
á íþróttaskólann i Ollerup veturinn 1932—33 og tók þátt í
keppni innan skólans í hinni veglegu íþróttahöll, en því
miður eru ekki fyrir hendi nákvæmar upplýsingar um ár-
angur hans. Ingva náði einkum góðum árangri i atrennulaus-
um stökkum, en yfirleitt var hann mjög jafnvígur á flestar
íþróttir.
Jens Magnússon fimleikakennari fór einnig til Ollerup á
íþróttaskólann þar. Var það veturinn 1936—37. Eitthvað
mun hann hafa tekið þátt í skólakeppni innanhúss, eins og
Ingvar, en ekki er kunnugt um árangur hans. Hefir Jens a.
m. k. bætt þann árangur hér heima síðan, nema ef vera
skyldi í kringlukasti.
Jón Hjartar íþróttakennari fór á íþróttaskólann í Slagelse
veturinn 1938—39 og tók þátt í innanskólakeppni um vorið
1939, en eigi er til nákvæm skýrsla urrj árangurinn, enda var
keppnin ekki svo mjög formleg, og hefur Jón farið fram
úr þeim afrekum síðan.
Jóhann Eyjólfsson úr Ármanni dvaldi í Englandi 1939 við
verzlunarnám og tók þá einu sinni þátt í frjálsum íþróttum,
hindrunarhlaupi og boðhlaupi. Hindrunarhlaupið var með
nokkuð sérstökum hætti, gerólíkt hinu klassíska hindrunar-