Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 13
LEYNDARDÖMUR ÞÝZKA HERSINS
11
Þegar einhver liðsforingi
skrifar athyglisverða ritgerð, er
einkunnarbók hans tekin fram og
athuguð í hermálaráðuneytinu.
Hann er ef til vill sérfræðingur
— hæfur til forystu í loftvam-
arsveit — eða kannske vænleg-
ur til alhliða forystu. Sé svo, er
hann sendur í hringferð Halders
hershöfðingja, fyrst í gegnum
þær deildir landhersins, sem
hann þekkir ekki, síðan í loft-
herinn og loks í flotann. Hers-
höfðingi verður hann að líkind-
um orðinn 45 ára gamall.
Þeir menn, sem ekki eru hæfir
til meiriháttar forystu, em
þjálfaðir í einhverri sérgrein,
þangað til þeir hafa öðlazt full-
komna þekkingu á öllu því, sem
henni viðkemur. Verkfræðinga-
sveitin, sem réði niðurlögum
belgiska virkisins Eben Emael
— lyklinum að varnarvirkjum
Albertsskurðarins — æfðu sig
mánuðum saman í árásum á ná-
kvæma eftirlíkingu af þessu
virki, sem byggt hafði verið í
Austur-Prússlandi. Þegar hin
raunverulega árás var gerð, fór
hún fram „nákvæmlega sam-
kvæmt áætlun“.
Árið 1939 sá ég þýzka her-
menn við skriðdrekaæfingar í
Svartf jallaskógi. Það var undir-
búningur undir sóknina yfir
Ardenna-fjöllin, sem franska
herforingjaráðið áleit ófram-
kvæmanlega. Vélahersveitirnar
voru við æfingar marga klukku-
tíma í einu, dag eftir dag. Her-
mennirnir komu örmagna af
þreytu til herbúðanna að kvöldi.
„Hafið þér nokkurn tíma verið
í skriðdreka sex klukkutíma
samfleytt?" spurði einn þeirra
mig. Ég kvað nei við. ,,Þá skul-
uð þér aldrei reyna það!“ sagði
hann, og fimm mínútum síðar
var hann steinsofnaður. Ég hitti
hann nokkrum mánuðum seinna
og þá var honum ekki meira
fyrir að sitja sex klukkutíma í
skriðdreka, en mér í bíl.
Ekki einni mínútu af degi
hins þýzka hermanns er sóað til
einskis. Skrifstofu-, matreiðslu-
og handiðnaðarstörf eru falin
mönnum, sem óhæfir eru til her-
þjónustu. Á hverjum degi er
hann við hinar erfiðustu æfing-
ar. Handsprengju er kastað að
honum, sem hann verður að
grípa og fleygja aftur eins fljótt
og hann getur. Hann verður að
sækja fram í gegnum skóg,
skjóta fyrirvaralaust, með byss-
una niður við mjöðm, á mark,
sem skyndilega er reist í leið
hans. Hann verður að geta