Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 23
,ÉG HEFI UPPLIFAÐ UMRÓT GENGISHRUNSINS“
21
dolfs Bauer, bókhaldara hjá
Nollendorfplatz.
Arthur Edel var hæglátur
maður, sem bjó með konu sinni
og börnum í rólegri gamaldags
íbúð með rósóttu veggfóðri.
Hann hafði aldrei á æfi sinni
fengizt við brask. En þegar
gengishrunið hófst, lokaði Art-
hur búð sinni. Hann átti tals-
verðar birgðir af góðum þýzk-
um og frönskum vínum. 1 stað
þess að selja þær í heildsölu,
fór hann að selja það í flösku-
tali. Árið 1921 kostaði ein flaska
af „Veuve Clicquot“ fjörutíu
mörk. 1 desember 1923 fékk
Arthur 3.000.000.00 fyrir sams-
konar flösku.
Og ekki nóg með það. Arthur
flutti birgðir sínar smámsaman
til útlanda. Hann var enginn
stórsmyglari, þessi gæflyndi
vínsali. Hann fór með tvær eða
þrjár flöskur af kampavíni á
viku yfir til Holllands, þar sem
hann seldi þær fyrir 4 dollara
flöskuna. Árið 1924, þegar hann
kom frá Amsterdam eða Rott-
erdam með 12 eða 15 dollara í
tannkreminu eða skónum, hefði
hann getað selt þessa grænu
seðla fyrir trilljónir marka. En
hann geymdi þá vandlega. Þeg-
ar hann hafði eignazt 250 af
þessum dýrmætu seðlum, keypti
hann eitt af fallegustu húsunum
í fínasta hverfinu í Berlín, með
málverkum eftir Rembrandt.
Arthur var að þessu leyti
engin undantekning. Húseigend-
um var greitt í pappírsseðlum,
og þegar eigandinn bjó uppi á
fimmtu hæð, en leigjandinn
neðst, varð leigan verðlaus á
meðan leigjandinn var á leiðinni
með hana upp. Húseigendurnir
urðu eignalausir. Á árunum
1921 til 1925 eignaðist f jármála-
kóngurinn Hugo Stinnes 1200
hús. Fyrir meira en þúsund
þeirra borgaði hann minna en
300 dollara hvert. Á sama tíma
eignaðist Thyssen 400 hús. Báð-
ir þessir menn létu opinberlega
í ljósi vanþóknun sina á gengis-
hruninu, en peningar þeirra
vörðuðu Hitler veginn til valda.
Fjölskyldulíf Arthurs tók
miklum stakkaskiptum. Konan
hans, sem komin var um sex-
tugt, klæddi sig eftir nýjustu
tízku. Arthur fór að braska í
stórum stíl. Á kvöldin fóru þau
á næturklúbb. Þar sat Arthur
og beið eftir kauphallartíðind-
um frá Ameríku eða átti löng
viðtöl við f jármálamenn í Lon-
don, á meðan konan hans dans-
aði við snoppufríða unghnga,