Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 63
SKIPALESTIR
61
Varð því svo ágengt í þeim efn-
um árið 1917, að þáverandi for-
sætisráðherra Breta, Mr. David
Lloyd George tilkynnti, að í
landinu væru ekki nema eins
mánaðar matarbirgðir, og að al-
ger ósigur myndi af hljótast, ef
ekki tækist að vinna bug á kaf-
bátunum. 1 aprílmánuði það ár
nam skipatjón Breta 866.000
tonnum.
Á þessari hættustund var
gripið til þess ráðs að láta her-
skip fylgja kaupförunum. Yfir-
menn brezka flotans voru ráða-
gerðinni mótfallnir í fyrstu.
Töldu þeir hana vart fram-
kvæmanlega og ástæðulausa,
þar eð tjónið næmi ekki nema
nokkrum tugum skipa af þeim
2500 skipum, sem á viku hverri
létu úr brezkri höfn. Þeim láð-
ist þó að geta þess, að þar af
voru ekki nema 140 skip, sem
sigldu landa á milli, og að það
voru einmitt þau, sem helzt
urðu fyrir barðinu á þýzku kaf-
bátunum. Þess vegna var matar-
þurrð yfirvofandi í Englandi.
Fyrstu skipalestirnar fóru
yfir sundið milli Englands og
Frakklands, frá Swansea til
Brest, en á þeirri leið höfðu kaf-
bátarnir höggvið stærst skörð í
skipakost Breta. í fylgd með
skipunum voru 26 vopnaðir
togarar, sem naumast höfðu þó
útbúnað til að eiga í höggi við
kafbáta.
1 lok maímánaðar tilkynnti
Henderson aðmíráll, að togar-
arnir hefðu fyigt 4000 skipum
yfir sundið og að aðeins 7 þeirra
hefði verið sökt. I stríðslok
höfðu 38.000 skip farið þessa
leið í lest og nam tjónið ekki
nema 50 skipum.
Sá árangur, sem náðist í maí-
mánuði, var svo glæsilegur, að
horfið var að því ráði að láta
öll kaupför njóta herskipafylgd-
ar.
Vörður sá, sem skipunum
fylgdi, var hvergi nærri svo
sterkur, að hann gæti varið þau
fyrir öllum hættum. Fallbyssur
varðskipanna máttu sín lítils
mót kafbátum, sem skutu tund-
urskeytum sínum neðansjávar,
og þegar bezt lét tókst varð-
skipunum að hefna þess tjóns,
sem unnið var á skipum þeim,
sem þau áttu að gæta.
Aðalkosturinn við samflot
skipa byggðist á því, hve
skammt verður séð úr hinum
lága turni kafbátsins. Hvata-
menn skipalestanna héldu því
fram, að ef 50 skip hefðu sam-
flot, væru sennilega 40 sinnum