Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 31
MYNDUN SAMBANDSRÍKIS
29
ríkjasamband frjálsra þjóða,
sem virðir og gætir málfrelsis
og mannréttinda hvers einasta
þegns, hverrar þjóðar sem hann
er. Sambandsríki, sem væri svo
voldugt, að það þyrfti engar
árásir að óttast, og svo auð-
ugt, að það þyrfti ekki að
hyggja á landvinninga, en stæði
opið öllum frjálsum þjóðum,
sem vildu ganga í það og veitti
öllum full þegnréttindi innan
sinna vébanda. ,,Vér skulum,“
eins og Washington sagði við
reikula meðlimi stjórnlaga-
þingsins árið 1787, „reisa grund-
völl, sem ráðvandir og vitrir
menn geta byggt á í framtíð-
inni.“
Andmælandin tekur til máls:
,,Lítið ekki á ríkjasambands-
hugmyndina sem einhverja
meinlausa draumóra. Hún er að
vísu draumórar, en hún er
hættulegir draumórar.
Hættulegir vegna þess að
slíkir rómantískir draumar eru
afsprengi annarrar farsóttar,
sem gert hefir vart við sig í
alþjóðastjórnmálum. Síðasta til-
felli þeirrar farsóttar var Þjóða-
bandalagið. Ef við tökum veik-
ina aftur núna, verður sennilega
engin von um bata.
Þjóðir eru ekki eins og verzl-
unarfyrirtæki eða hlutafélög,
sem geta runnið saman án þess
að það hafi nokkur áhrif á hlut-
hafana. Þjóðarhugtakið er snar
þáttur í eðli mannsins. Auk þess
eru hinir væntanlegu þátttak-
endur í þessu bandaríki ekki
13 strjálbyggð landbúnaðarríki,
eins og þau, sem mynduðu
Bandaríkin. Það eru voldugar
iðnaðarþjóðir með milljónum
íbúa og fjölbreyttum iðnrekstri
og starfrækslu, sem haldið er í
viðskiptalegu jafnvægi með
verndartollum og öðrum verzl-
unarhömlum.
Sambandssinnar telja verzl-
unarfrelsi og afnám allra tolla
hugmynd sinni aðallega til
gildis. Athugum það nánar.
Gerum ráð fyrir, að daginn
eftir að ríkjasambandið hefir
verið stofnað, verði öllum toll-
múrum innan þess sópað burtu.
Samdægurs mundi þá öllum
brezkum bifreiðaverksmiðjum
verða lokað, af því að þær geta
ekki keppt við amerískar verk-
smiðjur. Verkamenn í ameríska
ullariðnaðinum mundu einnig
verða atvinnulausir. Sauðfjár-
rækt Ástralíu mundi ganga að
sauðf járbændum Ameríku dauð-
um. Stáliðnaður Bandaríkjanna