Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
og ógeðslegri en skepna. Hann
fór allur hjá sér, hætti að flissa
og flýtti sér á brott.
Ég gat ekki um annað hugs-
að. En að hvaða gagni kom það?
Ég reyndi að telja mér trú um,
að það væri fásinna, að ímynda
sér að þessi veslingur væri son-
ur minn. En allt kom fyrir ekki.
Ég lét ekki sannfærast. Stund-
um þóttist ég viss um, að grun-
ur minn væri réttur.
Ég gat ekkert borðað og fór
því upp í herbergið mitt. Lá ég
þar lengi andvaka. Þegar ég
loksins gat sofnað, tóku draum-
arnir við. Mig dreymdi að hálf-
vitinn kæmi flissandi til mín og
segði: ,,Pabbi!“ Þá breyttist
hann allt í einu í hund, gelti og
reyndi að bíta mig. Hann kall-
aði saman samkennara mína við
háskólann til þess að að taka
ákvörðun um, hvort ég væri fað-
irinn. Einn þeirra hrópaði: „Það
er engum efa bundið. Þeir eru
nauðalíkir.“
Mér fannst þetta einnig og gat
ekki hrakið hugsunina á brott.
Ég ákvað að tala við manninn
aftur og athuga hann nú gaum-
gæfilega.
Næsti dagur var sunnudagur.
Ég mætti manninum fyrir utan
kirkjudyrnar. Ég stöðvaði hann,
gaf honum nokkra franka og
virti hann fyrir mér um leið.
Hann fór að flissa, muldraði
eitthvað í barm sér og hafði sig
þvínæst á brott.
Þann dag þjáðist ég engu
minna en daginn áður. Um
kvöldið gaf ég mig á tal við gest-
gjafann, sagði honum að ég
kenndi í brjósti um þennan
vesaling og hefði hug á að gera
eitthvað fyrir hann.
Maðurinn svaraði: „Hugsið
ekki um hann, herra minn. Hann
þarfnast einskis. Hann hreins-
ar fjósið og annað getur hann
ekki gert. Fyrir það gef ég hon-
um að éta og svo sefur hann
hjá hestunum. Ef þér eigið
gömul föt, þá skuluð þér gefa
honum þau, en ekki munu þau
endast lengi.“
Ég svaraði engu.
Manntetrið kom augafullur
heim um kveldið. Minnstu mun-
aði að hann kveikti í húsinu,
hann hálf-drap einn hestinn og
sofnaði að síðustu á mykju-
haug. Gestgjafinn bað mig
lengst allra orða að gefa honum
ekki oftar peninga, því að hann
drykki þá alla út og yrði þá
óður. Að gefa honum aura væri
að gera honum bölvun.
Ég fór upp í herbergið mitt,