Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 105
FRAMI OG AUÐÆFI BÍÐA ÞlN
103.;
að tin er mikið notað í ýms her-
gögn.
Mikið starf bíður efnafræð-
inga svo og sérfræðinga á sviði
rafmagnsfræði og málmvinnslu.
Má þar t. d. minna á „undra-
málminn“ Uranium 235, en
hann býr yfir milljón-falt meiri
orku en kol. Vandinn er sá að
leysa þann kraft úr læðingi. Þá
er og hinn aldagamli draumur
um beislun sólarljóssins, en á
því sviði hafa smávægilegir sigr-
ar unnist.
Verkefnin eru óþrjótandi.
Vísindin taka opnum örmum
hverjum þeim manni, sem stuðl-
að getur að lausn þeirra.
«?»•¥»«?>
Fjarhuga.
Metaxas, fyi'rvei'andi forsætisráðherra Grikklands, var í heim-
sókn í hemaðarbækistöð einhversstaðar í Miðjarðarhafinu. Yfir-
foringinn spurði hann, hvort hann langaði ekki til að reyna
nýjan flugbát, þar á eyjunni. ,,Jú,“ sagði Metaxas, ,,ég skal
stjórna honum sjálfur.“ Því næst settist hann við stýrið, og þeir
flugu af stað. Allt gekk vel, þangað til Metaxas gerði sig líkleg-
an til að lenda á flugvelli á eyjunni.
„Afsakið, herra forstætisráðherra,“ sagði yfirforinginn, „væri
ekki heppilegra fyrir okkur að lenda á sjónum. Þetta er
flugbátur."
„Auðvitað, auðvitað — hvað er ég að hugsa,“ sagði Metaxas.
Hann snéri við og lenti klakklaust á sjónum. Því næst snéri hann
sér að yfirforingjanum og mælti: „Ég skal aldrei gleyma, með
hve mikilli nærgætni þér vöktuð athygli mína á þeirri dæma-
lausu skissu, sem mér var nærri því orðin á.“
Að svo mæltu reis hann á fætur, opnaði hurðina og gekk
út i sjóinn.
„Látið ekki hugfallast," sagði brytinn við farþega, sem var
sárþjáður af sjóveiki. „Enginn hefir nokkurntíma dáið úr
sjóveiki."
„í guðanna bænum segið ekki þetta!“ sagði farþeginn. „Vonin
um að fá að deyja, er það eina, sem haldið hefir lífinu í mér.‘-‘